Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. júlí 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 10. umferð: Tók fagnið ósjálfrátt
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þetta var virkilega erfiður leikur. Fjölnir er með þrusuflott lið og það gerist varla sætara en að vinna svona tæpa sigra," sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Halldór Orri er leikmaður 10. umferðar í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net en hann skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á Fjölni í gærkvöldi.

Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stjörnumanna í tæpar tvær vikur en þá tapaði liðið 4-2 gegn ÍA. Halldór Orri segir að Stjörnumenn hafi notað fríið vel.

„Við skelltum okkur margir til Parísar, dáðumst af íslenska landsliðinu og fengum innblástur frá þeim. Við æfðum líka vel og nýttum fríið."

Eftir mörkin í gær er Halldór Orri kominn með þrjú mörk á tímabilinu en hann segist eiga meira inni.

„Ég geri alltaf miklar kröfur á sjálfan mig. Ég er aldrei 100% ánægður nema ég sé að skora mörk og að við séum að vinna leiki. Ég get ekki verið þvílíkt ánægður með frammistöðu mína eða liðsins í sumar en mér finnst vera batamerki á þessu. Leikurinn í gær var nokkuð góður og ég er bjartsýnn á restina af tímabilinu," sagði Halldór Orri.

Halldór Orri varð faðir í fyrsta skipti á dögunum og fagnaði fyrra markinu í gær í takt við það.

„Þetta var til heiðurs nýfæddum syni mínum sem fæddist fyrir þremur vikum. Ég henti ósjálfrátt í Bebeto HM 94 fagnið. Ég var að vonast til að einhverjir af strákunum tækju undir þetta en ég gaf þessu ekki nógu mikinn séns," sagði Halldór Orri sem var í lykilhlutverki þegar Stjörnumenn fengu heimsathygli fyrir fögn á sínum tíma.

„Það er ekki að fara að koma fagnhrina eins og árið 2010. Þetta var skemmtilegt þá en ég stórefast um að við séum að fara í þann pakka aftur."

Næsti leikur Stjörnunnar er á sunnudaginn en þá heimsækir liðið Víking í Ólafsvík.

„Okkur hlakkar til að fara til Ólafsvíkur. Við erum að spila við liðið i 3. sæti og það er flott að fá leik á móti toppliði. Við getum saxað ennþá meira á þetta. Þetta verður þrusufjör í Ólafsvík og við getum ekki beðið," sagði Halldór Orri.

Sjá einnig:
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner