Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 05. ágúst 2016 09:45
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar: Í liðinu eftir sinn fyrsta leik
Bergsveinn Ólafsson var öflugur í hægri bakverðinum gegn ÍA.
Bergsveinn Ólafsson var öflugur í hægri bakverðinum gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hilmar Árni Halldórsson átti góðan leik gegn Víkingi R.
Hilmar Árni Halldórsson átti góðan leik gegn Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristinn Freyr skoraði tvö gegn Víkingi Ó.
Kristinn Freyr skoraði tvö gegn Víkingi Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þrettándu umerðinni í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi. FH-ingar eru áfram á toppnum eftir 3-1 sigur á ÍA á Akranesi.

Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar að þessu sinni eftir sigur FH-inga.

Atli Viðar Björnsson elskar að spila gegn ÍA og hann skoraði tvívegis í leiknum í fyrrakvöld. Bergsveinn Ólafsson átti síðan flottan dag í nýrri stöðu sem hægri bakvörður.


Tobias Salquist er með Bergsveini í vörninni í úrvalsliðinu en hann skoraði glæsilegt skallamark og hjálpaði Fjölni að halda hreinu gegn ÍBV. Spilandi aðstoðarþjálfarinn Ólafur Páll Snorrason var drjúgur á miðjunni hjá Fjölni í þeim leik.

Stjarnan heldur áfram að elta FH og liðið sigraði Víking R. 3-0 í gær. Hilmar Árni Halldórsson skorað fyrsta markið og lagði upp það síðasta. Hann er í liðinu ásamt markverðinum Duwayne Kerr.

Félgarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson sáu um mörkin hjá Val í 3-1 sigri á Víkingi Ólafsvík og Sonni Ragnar Nattestad var öflugur í fyrsta leik sínum með Fylki þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik á útivelli.

Indriði Sigurðsson og Kennie Chopart voru síðan bestir í liði KR í 2-1 sigri á Þrótti.

Sjá einnig:
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner