Þriðju umferð Pepsi-deildarinnar lauk á föstudaginn og nú hefur Fótbolti.net og Domino's opinberað úrvalslið umferðarinnar.
Þjálfari umferðarinnar er Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigur gegn FH í stórleik umferðarinnar. Það hefði verið mikil pressa á Bjarna ef KR hefði tapað en Vesturbæjarliðið fagnaði mikilvægum sigri sem hleypir enn meira fjöri í deildina.
Þjálfari umferðarinnar er Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigur gegn FH í stórleik umferðarinnar. Það hefði verið mikil pressa á Bjarna ef KR hefði tapað en Vesturbæjarliðið fagnaði mikilvægum sigri sem hleypir enn meira fjöri í deildina.
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR-inga, sýndi úr hverju hann er gerður í leiknum. Hann fann sig ekki vel í leiknum gegn Þrótti umferðina á undan en steig ekki feilspor gegn Íslandsmeisturunum. Daninn Michael Præst var öflugur á miðjunni og er einnig í úrvalsliðinu.
Valsmenn fögnuðu einnis sínum fyrsta sigri en þeir unnu Fylkismenn sannfærandi. Anton Ari Einarsson kom í markið og sýndi mikið öryggi í sínum aðgerðum. Guðjón Pétur Lýðsson átti margar konfektsendingar á miðsvæðinu.
Stjarnan hélt sýningu fyrir stuðningsmenn sína og lék sér að Þrótti 6-0. Margir í Garðabæjarliðinu áttu mjög flottan leik og gera tilkall í liðið. Heiðar Ægisson var magnaður í hægri bakverðinum og dældi boltunum fyrir, Daníel Laxdal kom inn í byrjunarliðið og var eins og kóngur sem djúpur miðjumaður og Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis.
Skagamenn sýndu mikla baráttu gegn Fjölni og tóku sín fyrstu stig í deildinni með 1-0 sigri. Ármann Smári Björnsson stóð fyrir sínu í hjarta varnarinnar og var valinn maður leiks.
Hinn ungi Sigurður Grétar Benónýsson skoraði frábært mark í 1-1 jafntefli ÍBV gegn Víkingi Ólafsvík og kemst í liðið. Þá vann Breiðablik sigur á Víkingi og fær tvo fulltrúa í liðinu; Andra Rafn Yeoman og Atla Sigurjónsson.
Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir