Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 03. maí 2016 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 1. umferðar: ÍBV á fjóra fulltrúa
Veigar Páll er í úrvalsliðinu.
Veigar Páll er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fjölnir vann góðan sigur á Val.
Fjölnir vann góðan sigur á Val.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Kenan Turudija skoraði frábært mark gegn Breiðabliki.
Kenan Turudija skoraði frábært mark gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Það er komið að fyrsta úrvalsliði tímabilsins í Pepsi-deildinni en fyrstu umferðinni lauk í gær. Áhugaverðir leikir að baki en það er ÍBV sem á flesta fulltrúa í liðinu að þessu sinni eftir hreint frábæra frammistöðu gegn ÍA.

Bjarni Jóhannsson er einmitt þjálfari umferðarinnar en hann stýrði Eyjaliðinu til glæsilegs 4-0 sigurs.



Derby Carrillo, markvörður El Salvador, gekk í raðir ÍBV í vetur og hann er í úrvalsliðinu eftir fyrstu umferðina. Hann fær félagsskap frá tveimur Eyjamönnum. Varnarmaðurinn Hafsteinn Briem er í liðinu auk sóknarleikmannsins Arons Bjarnasonar sem valinn var maður leiksins.

Stórleikur KR og Víkings R. olli miklum vonbrigðum og endaði með markalausu jafntefli. Víkingurinn Dofri Snorrason er sá eini úr þeim leik sem kemst í liðið.

Fjölnir gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur gegn Val. Daninn Tobias Salquist var frábær í hjarta varnarinnar hjá Grafarvogsliðinu og sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson á draumabyrjun á Íslandsmótinu en hann skoraði bæði mörk þeirra gulu. Seinna var gríðarlega huggulegt.

Veigar Páll Gunnarsson var hetja Stjörnunnar gegn Fylki. Hann kom inn sem varamaður og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Grétar Sigfinnur Sigurðarson var mjög öflugur í hjarta varnarinnar.

FH vann 3-0 útisigur á Þrótti í opnunarleiknum. Davíð Þór Viðarsson var öflugur á miðju FH-inga og Steven Lennon flugbeittur í sókn Íslandsmeistaranna.

Síðast en ekki síst er það fulltrúi Víkings Ólafsvík, Kenan Turudija. Hann skoraði magnað sigurmark gegn Breiðabliki. Markið kom gegn gangi leiksins en að því er ekki spurt. Frábær byrjun Ólsara á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner