Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 24. maí 2016 10:50
Fótbolti.net
Lið 5. umferðar: Þrír bakverðir
Þórarinn Ingi er í úrvalsliðinu.
Þórarinn Ingi er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gary Martin er í fremstu víglínu.
Gary Martin er í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær með jafntefli 1-1 í stórleik Stjörnunnar og FH. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.

Þjálfari umferðarinnar er Milos Milojevic hjá Víkingi Reykjavík sem vann heldur betur langþráðan sigur. Lið hans fagnaði fyrsta sigri tímabilsins en það vann sannfærandi útisigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.



Gary Martin náði að opna markareikning sinn í Pepsi-deildinni fyrir Víkinga og þá átti Arnþór Ingi Kristinsson þrusuflottan leik og komst einnig á blað.

Gunnar Nielsen átti eina bestu vörslu tímabilsins til þessa á hans gamla heimavelli. Þórarinn Ingi Valdimarsson var virkilega sprækur á kantinum hjá Íslandsmeisturunum. Besti maður Stjörnunnar var Baldur Sigurðsson sem lagði upp jöfnunarmarkið í leiknum á snilldarlegan hátt.

Í vörninni teflum við fram þremur bakvörðum sem allir voru frábærir: Davíð Kristján Ólafsson var flottur í vörn og sókn fyrir Breiðablik gegn KR og lagði upp eina mark leiksins, Andrés Már Jóhannesson lék í bakverði og var valinn maður leiksins þegar Fylkir sótti sitt fyrsta stig upp á Skaga og Viðar Ari Jónsson lék á als oddi og skoraði gull af marki þegar Fjölnir rúllaði yfir Víking Ólafsvík. Enginn af þeim átti skilið að vera skilinn eftir utan úrvalsliðsins!

Með þeim í vörninni er svo Damir Muminovic hjá Breiðabliki sem sýndi enn og aftur að hann er einn allra besti miðvörður deildarinnar.

Valur átti ekki í vandræðum með nýliða Þróttar. Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen er kominn úr meiðslum og hélt upp á það með því að skora og vera valinn maður leiksins. Þá er Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, í liðinu eftir flottan sigur gegn Ólsurum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner