Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 09. maí 2016 09:35
Elvar Geir Magnússon
Lið 2. umferðar: Fjórir frá Ólafsvík
Þórarinn Ingi er í liðinu.
Þórarinn Ingi er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er gríðarlegt stuð í stærstu deildarkeppni Íslands en 2. umferðinni lauk í gær með fimm leikjum. Hér er úrvalslið umferðarinnar hjá Fótbolta.net og Domino's.

Þjálfari umferðarinnar er sjálfur Ejub Purisevic sem skilað hefur fullu húsi hjá Víkingi Ólafsvík í fyrstu tveimur umferðunum.



Ólsarar unnu 2-1 sigur gegn Val og eiga þrjá fulltrúa á vellinum sjálfum. Það eru markvörðurinn Cristian Martinez, Brasilíumaðurinn William og markahrókurinn Hrvoje Tokic sem skoraði bæði mörk liðsins.

Á Þróttarvelli gerðu heimamenn 2-2 jafntefli við KR. Bakvörðurinn Morten Beck hjá KR er í liðinu og Þróttarar eru með Emil Atlason sem skoraði annað mark liðsins í leiknum.

Damir Muminovic var hetja Breiðabliks þegar liðið vann Fylki. Hann skoraði sigurmark leiksins. Arnþór Ari Atlason skoraði fyrra mark Kópavogsliðsins og er einnig í liðinu.

FH vann nauman 2-1 sigur gegn ÍA. Þórarinn Ingi Valdimarsson er fulltrúi FH og þá átti Ármann Smári Björnsson fínan leik í hjarta varnarinnar hjá ÍA.

Fjölnir vann flottan sigur gegn ÍBV. Martin Lund Pedersen var magnaður í leiknum og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Þá fær miðjumaðurinn Igor Jugovic einnig pláss í liðinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner