Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 12. júlí 2016 12:00
Fótbolti.net
Lið 10. umferðar: Fylkismenn koma sterkir inn
Hemmi Hreiðars er þjálfari umferðarinnar og Andrés Már er í liðinu.
Hemmi Hreiðars er þjálfari umferðarinnar og Andrés Már er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Igor Taskovic hjálpaði Víkingi R. að ná í stig í Kaplakrika.
Igor Taskovic hjálpaði Víkingi R. að ná í stig í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tíundu umferðinni í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.

Þjálfari umferðarinnar er Hermann Hreiðarsson en Fylkismenn unnu Þrótt 4-1 á útivelli í mikilvægum fallbaráttuslag í gærkvöldi. Fylkismenn eiga einnig tvo leikmenn í liðinu.



Víðir Þorvarðarson skoraði tvö mörk og Andrés Már Jóhannesson skoraði einnig frábært mark í sigri Fylkismanna í Laugardalnum.

Halldór Orri Björnsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í sigri á Fjölni en þar átti Duwanye Kerr einnig flottan dag í markinu.

Halldór Smári Sigurðsson og Igor Taskovic hjálpuðu Víkingi R. að ná í stig á útivelli gegn FH þrátt fyrir að vera manni færri í um það bil klukkutíma.

Garðar Gunnlaugsson skoraði sitt sjötta mark í þremur leikjum þegar hann tryggði ÍA 1-0 sigur á Breiðabliki. Ármann Smári Björnsson var lykilmaður í varnarleiknum hjá ÍA eins og vanalega.

Rolf Toft var besti maður Vals í 2-1 sigri á ÍBV. Þá gerðu KR og Víkingur Ólafsvík markalaust jafntefli en þar voru Þorsteinn Már Ragnarsson og Indriði Sigurðsson bestir á vellinum.

Lið 9. umferðar:
Duwayne Kerr (Stjarnan)
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Indriði Sigurðsson (KR)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Igor Taskovic (Víkingur R.)
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Rolf Toft (Valur)
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)

Sjá einnig:
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner