Jæja þá er 4. umferð Pepsi-deildarinnar að baki og hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's að henni lokinni.
Þjálfari umferðarinnar er Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. Strákarnir í Laugardalnum girtu heldur betur upp um sig eftir skellinn gegn Stjörnunni og unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Breiðablik lá í valnum, 2-0.
Þjálfari umferðarinnar er Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. Strákarnir í Laugardalnum girtu heldur betur upp um sig eftir skellinn gegn Stjörnunni og unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Breiðablik lá í valnum, 2-0.
Í úrvalsliðinu má finna tvo leikmenn Þróttar sem ekki léku í Garðabænum en komu öflugir inn í gær. Það eru varnarmaðurinn Karl Brynjar Björnsson sem tók aragrúa af skallaboltum og miðjumaðurinn Finnur Ólafsson.
Undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði frammistaða Trausta Sigurbjörnssonar í marki Þróttar dugað til að tryggja honum sæti í úrvalsliðinu en sjómaðurinn síkáti, Einar Hjörleifsson hjá Víkingi Ólafsvík, hirðir þá stöðu.
Einar varði eins og Berserkur í sigri Ólsara gegn ÍA, þar á meðal vítaspyrnu. William skoraði fyrsta mark Ólsara í 3-0 sigri og er einnig í liðinu eins og bakvörðurinn Pontus Nordenberg.
KR og Stjarnan gerðu jafntefli. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, skoraði jöfnunarmark leiksins. FH vann sannfærandi sigur gegn Fjölni. Jonathan Hendrickx og Atli Guðnason voru bestu leikmenn Íslandsmeistaranna í leiknum.
ÍBV sýndi frábæra frammistöðu gegn Fylki og vann 3-0 sigur í Lautinni. Pablo Punyed var lím á miðju Eyjamanna og Mikkel Maigaard öflugur fram á við og tengdi saman miðju og sókn.
Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir