Sjöttu umferðinni í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi þegar Breiðablik skellti sér á toppinn með útisigri á Stjörnunni. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.
Þjálfari umferðarinnar kemur einmitt úr Kóapvoginum en það er Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Þjálfari umferðarinnar kemur einmitt úr Kóapvoginum en það er Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Blikar eiga flesta fulltrúa í liðinu enda unnu þeir mjög öflugan sigur í gær. Gunnleifur Gunnleifsson var stórkostlegur í markinu og Damir Muminovic öflugur í vörninni. Atli Sigurjónsson átti svo magnaða innkomu en hann skoraði annað mark Blika. Hjá Stjörnunni var Þorri Geir Rúnarsson frábær á miðjunni.
Indriði Sigurðsson og Denis Fazlagic áttu stóran þátt í sigri KR á Val. Indriði var fastur fyrir í vörninni og Fazlagic skoraði annað markið.
Avni Pepa var bestur í liði ÍBV í 1-0 sigri á Þrótti og Albert Brynjar Ingason var á skotskónum í Árbænum þar sem Fylkir gerði 2-2 jafntefli við Fjölni.
Óttar Magnús Karlsson skoraði annað mark Víkings R. í 3-2 sigri á ÍA. Jón Vilhelm Ákason var bestur hjá ÍA í þessum fjöruga leik í Fossvoginum en hann skoraði einnig glæsilegt mark.
Í Kaplakrika gerðu FH og Víkingur Ólafsvík 1-1 jafntefli en þar var Kassim Doumbia valinn maður leiksins.
Lið 6. umferðar:
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Damir Muminovic - Breiðablik
Kassim Doumbia - FH
Avni Pepa - ÍBV
Indriði Sigurðsson - KR
Denis Fazlagic - KR
Þorri Geir Rúnarsson - Stjarnan
Atli Sigurjónsson - Breiðablik
Jón Vilhelm Ákason - ÍA
Albert Brynjar Ingason - Fylkir
Óttar Magnús Karlsson - Víkingur R.
Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir