Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 09. ágúst 2016 10:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar: Þrisvar í röð hjá Kristni
Hans Viktor Guðmundsson er í liðinu.
Hans Viktor Guðmundsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr er fastagestur.
Kristinn Freyr er fastagestur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar eru enn á toppi Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir tap gegn KR. Stjarnan nýtti ekki tækifærið til að taka efsta sætið en liðið gerði jafntefli gegn Þrótti.

Þjálfari 14. umferðar er Ágúst Gylfason en hann stýrði Fjölnis til 4-0 sigurs gegn ÍA í Grafarvoginum. Hér að neðan má sjá úrvalslið umferðarinnar.



Fjölnir á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu. Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er í hjarta varnarinnar, Herra Fjölnir Gunnar Már Guðmundsson skoraði eitt af mörkunum fjórum og Birnir Snær Ingason var einnig í stuði.

Arnar Darri Pétursson var mættur aftur í mark Þróttar og stóð sig gríðarlega vel gegn Stjörnunni. Þróttarar geta þakkað honum fyrir stigið.

Víkingur Reykjavík sýndi enga gestrisni þegar Breiðablik kom í heimsókn. Hinn ungi og spennandi Óttar Magnús Karlsson skoraði þrennu í leiknum og þá var Ívar Örn Jónsson ákaflega öflugur í 3-1 sigri.

Kennie Chopart skoraði flautusigurmark fyrir KR og er í liðinu ásamt vinstri bakverðinum Gunnari Þ. Gunnarssyni. ÍBV vann langþráðan sigur gegn Víkingi Ólafsvík þar sem Pablo Punyed var maður leiksins en Hafsteinn Briem var sem klettur í vörninni.

Þá er Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaðurinn hæfileikaríki hjá Val, í liðinu. Hann er orðinn fastamaður í úrvalsliðinu en þetta er þriðja umferðin í röð sem hann fær sæti.

Sjá einnig:
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner