Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júlí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns spáir í 12. umferð í Inkasso-deildinni
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson verður hetja Hauka samkvæmt spá Gulla.
Björgvin Stefánsson verður hetja Hauka samkvæmt spá Gulla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki vikunnar í Inkasso-deildinni.

Síðari umferðin í Inkasso-deildinni hefst á morgun en þá er öll 12. umferðin á dagskrá. Gunnlaugur Jónsson, spáir í leikina að þessu sinni.

Haukar 2 - 1 Þróttur R. (14:00 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur, Haukar unnu góðan sigur gegn Selfoss í síðustu umferð og þeir þurfa öll 3 stigin ætli þeir sér að nálgast toppliðin og ég spái að það takist en það verður mark í blálokin og Björgvin Stefánsson verður með sigurmarkið.

Þór 2 - 2 Fylkir (14:00 á morgun)
Þórsarar eru að vakna eftir erfiða byrjun, þrír sigrar í röð og það verður hart barist í þessum leik ef ég þekki bæði þessi lið rétt.
Gunnar Örvar og Kristján Örn Sigurðs koma Þór í 2-0 en Fylkismann pressa stíft undir lokin, Albert Inga minnkar muninn og hinn efnilegi Bjarki Ragnar Sturlaugsson kemur óvænt inní hóp, kemur seint inná og setur sigurmarkið.

ÍR 1 - 2 Selfoss (14:00 á morgun)
Selfoss hafa ekki unnið í 4 leiki í röð en svara gagnrýninni með góðum sigri í Breiðholtinu. Það dregur til tíðinda þegar Hafþór Þrastarson bregður sér fram yfir miðju og skorar með þrumufleyg af 37 m færi beint í samúel og hinni stóri Elvar Ingi bætir við öðru markinu en Jordian Farahani minnkar muninn með skalla eftir horn.

Fram 0 - 2 HK (14:00 á morgun)
HK mæta á laugardalsvöll gríðarlega þéttir og mjög peppaðir að halda hreinu á þjóðarleikvanginum. Ásgeir Marteinsson gerir bæði mörkin og það seinna verður sérlega laglegt eftir að hafa tekið á 3 menn.

Keflavík 3 - 0 Leiknir R. (14:00 á morgun)
Leiknir hafa lent í áföllum að undanförnu og eru hálf vankaðir en heimamenn eru á fljúgandi siglingu með bullandi sjálfstraust. Gömlu mennirnir Jóhann Birnir og Hólmar Örn verða í stuði og koma Kef á bragðið, Jeppe Hansen gerir þriðja markið.

Grótta 1 - 0 Leiknir F. (15:00 á morgun)
Hér er að duga eða drepast fyrir Gróttu, ég spái þvílíkri holningu hjá heimamönnum. Þeir munu liggja djúpt og Leiknismenn komast lítt áleiðis. Ingólfur Sigurðsson skorar beint úr aukaspyrnu og þeir halda út þrátt fyrir harða atlögu austanmanna undir lok leiksins.


Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner