Arnþór Ari Atlason var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki sjöttu umferðar í Inkasso-deildinni.
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, spáir í sjöundu umferðina sem hefst í kvöld.
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, spáir í sjöundu umferðina sem hefst í kvöld.
Þróttur R. 1 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Þetta verður mikill baráttuleikur sem endar með jafntefli. Lestin Kolbeinn Kára kemur Leikni yfir en Sveinbjörn Jónasar jafnar fyrir Þróttara á síðustu mínútunum.
Þór 2 - 0 Grótta (18:00 á morgun)
Ég held að Grótta verði númeri of litlir fyrir Þórsara í þorpinu. Nokkuð þægilegur 2-0 heimasigur. Gísli Páll kemur inn eftir meiðsli og gulltryggir stigin þrjú.
Fylkir 3 - 0 Fram (19:15 á morgun)
Auðveldur sigur heimamanna. Kóngurinn Helgi Sig er að fara fljúga Fylki upp um deild.
Haukar 2 - 2 HK (19:15 á morgun)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Mikið af mörkum og spjöldum sem fara á loft í þessum leik. Gunni Gunn kemur Haukum yfir í upphafi leiks með marki úr hornspyrnu. HK-ingar svara með tveimur mörkum frá Bjarna Gunnars og Gumma Júl en Bjöggi Stef skorar alltaf á Schenkernum og bjargar stigi fyrir Hauka.
ÍR 1 - 2 Keflavík (19:15 á föstudag)
Sé Keflavík ná fram góðum útisigri í erfiðum leik gegn ÍR sem hafa spilað mjög vel undanfarið. Sigurbergur Elísson sem mér finnst besti leikmaður deildarinnar þegar hann er heill skorar og leggur svo annað uppá Jeppe Hansen. Viktor Örn Guðmundsson klínir svo einum upp í vinkilinn rétt undir leikslok en því miður dugar það ekki til.
Selfoss 1 - 0 Leiknir F. (15:00 á sunnudag)
Líklega leiðinlegasti leikur umferðinnar þar sem Selfoss nær að merja 1-0 sigur.
Sjá einnig:
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir