Davíð Snorri Jónasson fékk tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Inkasso-deildinni.
Arnþór Ari Atlason hefur verið í stuði með Blikum í síðustu leikjum. Hann fær að spreyta sig sem spámaður umferðarinnar.
Arnþór Ari Atlason hefur verið í stuði með Blikum í síðustu leikjum. Hann fær að spreyta sig sem spámaður umferðarinnar.
Keflavík 0 - 1 Haukar (19:15 í kvöld)
Mjög spennandi leikur. Sá Keflavík spila á móti Þrótti í seinustu umferð þar sem þeir mættur ofjörlum sínum. Þeir eru samt með gott lið. Ég spái samt að Stebbi Gísla neglir í gott gameplan og Haukarnir vinna sterkan útisigur
Fram 2 - 2 Þór (18:00 á morgun)
Þórsararnir búnir að byrja mótið illa og búnir að vera óheppnir á síðustu mínutum leikjanna. Mínir gömlu félagar í Fram hinsvegar búnir að vera flottir. Spái skemmtilegum leik sem endar með jafntefli
HK 0 - 3 Þróttur (19:15 á morgun)
Þetta verður gönguferð í Kórnum. Besta lið deildarinnar vinnur öruggan sigur. Fallegasti leikmaður deildarinnar, Hlynur Hauksson, mun leggja upp mark á næstfallegasta leikmann deildarinnar, Sveinbjörn Jónasson. Besti leikmaður deildarinnar, LæknaOddur Björnsson, mun síðan eiga stórleik og skora 2 mörk
Grótta 1 - 2 ÍR (19:15 á morgun)
Ég er mjög hrifinn af ÍR-ingunum. Þeir munu vinna 1-2 og efnilegasti leikmaður deildarinnar Óskar Jónsson mun stjórna leik ÍR eins og herforingi. Besti vallarþulur landsins Egill Ploder mun svo eiga stórleik á "mæknum"
Leiknir 2 - 0 Selfoss (19:15 á föstudag)
Leiknismenn taka þennan leik. Kristó er búinn að búa til gott lið í Breiðholtinu og hendir í einn Kristó-Special daginn fyrir leik sem peppar liðið. Ósvald Jarl mun eiga tvær stoðsendingar og Elvar Páll skorar tvennu.
Leiknir F. 0 - 4 Fylkir (14:00 á laugardag)
Fylkir eru með geggjað lið og vinna öruggan útisigur. Einn af okkar ástríkustu boltabullum Árni Þórmar mun taka roadtrip á leikinn og styðja sína menn til sigurs. Alvöru tólfti maður þar.
Sjá einnig:
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir