Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 02. júní 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Davíð Snorri spáir í 5. umferð í Inkasso-deildinni
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Helgi skorar flautumark samkvæmt spá Davíðs.
Jóhann Helgi skorar flautumark samkvæmt spá Davíðs.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðjón Pétur Lýðsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í 4. umferð Inkasso-deildarinnar.

5. umferðin hefst í kvöld og Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, spáir í spilin þar.



Haukar 1 - 0 Grótta (19:15 í kvöld)
Mikil barátta og bæði lið gefa fá færi á sér. Haukar vinna 1-0 og Daníel Snorri með markið.

Þróttur 1 - 2 Keflavík (20:00 í kvöld)
Risa leikur. Keflavík þarf sigurinn og núna munu reynsluboltarnir tikka inn hjá Keflavík. 1-2 sigur. Jeppe og Marc skora fyrir Keflavík og Óli Hrannar laumar inn einu með skalla fyrir Þrótt.

Selfoss 1 - 0 HK (14:00 á morgun)
Það er ekki í boði á Selfossi að tapa tveimur leikjum í röð á besta grasi landsins. Barátta og skyndisóknir HK munu ekki duga gegn Selfyssingum þennan daginn. Haukur Ingi pikkar upp seinni bolta í teignum og tryggir 3 stig.

Leiknir F. 2 - 3 Fram (14:00 á morgun)
Leiknismenn verða að fara að safna stigum. Fram liðið virkar samheldið og hætta aldrei. Þeir verða klárir í baráttuna. Mikill markaleikur í höllinni og 2-3 sigur Fram.

ÍR 1 - 2 Þór (15:00 á morgun)
Þórsarar hungraðir í sinn annan sigur. ÍR verða að stilla hausinn eftir frábæra frammistöðu í bikarnum. Sé fyrir flautumark, Jóhann Helgi potar boltanum inn á 94 mín.

Fylkir 2 - 2 Leiknir R. (18:00 á mánudag)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Bæði lið með kassann úti eftir góða bikarumferð. Fylkir mun stjórna leiknum en Leiknismenn refsa úr föstum leikatriðum. Arnar Már og Hákon Ingi með mörkin fyrir Fylki. Brynjar Hlöðversson og Kolbeinn fyrir Leikni.

Sjá einnig:
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner