Leikmaður 14. umferðar: Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
„Þetta var mjög sætur sigur, örugglega sá sætasti í langan tíma," segir Garðar Gunnlaugsson, sóknarmaður ÍA, sem er leikmaður umferðarinnar í 1. deild.
ÍA vann 3-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík á miðvikudag þar sem Garðar skoraði tvö mörk og lagði eitt upp.
ÍA er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum á undan Þrótti sem er í þriðja sæti.
ÍA vann 3-1 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík á miðvikudag þar sem Garðar skoraði tvö mörk og lagði eitt upp.
ÍA er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum á undan Þrótti sem er í þriðja sæti.
„Þetta var mikill baráttuleikur og við gáfum allt í þetta og uppskárum eftir því. Við vissum að þetta yrði barátta frá byrjun og það er rígur milli liðanna. Áhorfendur í Ólafsvík láta yfirleitt heyra vel í sér og eru mjög skemmtilegir."
„Ólafsvíkingar höfðu unnið síðustu þrjá leiki á móti okkur sem gerði þennan sigur enn sætari. Þó þeir hafi verið meira með boltann þá tókst þeim ekki að skapa mörg færi, við vorum til baka og notuðum skyndisóknir og það heppnaðist mjög vel."
Staðráðinn í að vera áfram
Garðar er markahæstur í deildinni með 13 mörk í 13 leikjum en eftir síðasta tímabil fékk hann þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu. Þau mál breyttust hinsvegar og Garðar skrifaði undir nýjan samning við ÍA.
„Ég er hæstánægður með hvernig hefur gengið hjá mér. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í allan vetur að vera klár í slaginn, þá veit ég að mörkin koma."
„Það kom upp ágreiningur síðasta haust en ég var staðráðinn í að vera áfram og fannst það vera mín ábyrgð að hjálpa liðinu upp aftur," segir Garðar en ÍA féll úr Pepsi-deildinni í fyrra og er stefnan sett strax upp.
„Við eigum hörkuleik á föstudaginn í næstu viku gegn Þrótti og ef við náum að vinna hann þá er þetta farið að líta mjög vel út hjá okkur."
Sjá einnig:
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir