Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 28. júlí 2014 12:35
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Unaður að vera í sveitinni
Leikmaður 13. umferðar: Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Það var frábært að fá mínútur í þessum leik og alltaf gaman að klæðast Ólafsvíkinga treyjunni. Maður verður að taka því sem maður hefur og njóta þess að spila fótbolta," sagði Þorsteinn Már Ragnarsson sem lék sinn fyrsta leik með Víking Ólafsvík í sumar eftir að hafa komið á láni frá KR.

Þorsteinn Már fiskaði víti í fyrri hálfleik sem Eyþór Helgi skoraði úr. Hann skoraði síðan seinna mark Víkings í 2-0 sigri gegn Selfossi.

Steinar bróðir hljóp fyrir mig
,,Ég er ánægður með leikinn. Ég hefði getað hlaupið meira en það var langt síðan ég spilaði 90 mínútur og leikformið því ekki í toppstandi. Það var því fínt að hafa Steinar bróðir með sér til að hlaupa fyrir sig upp á topp," sagði Þorsteinn Már en Víkingar eru tveimur stigum á eftir ÍA sem eru í 2. sætinu en þessi lið mætast í stórleik 1. deildarinnar á miðvikudaginn. Hann segir að liðið horfi auðvitað til þess að reyna komast upp um deild.

,,Við sjáum til hvernig þetta þróast. En við reynum okkar besta. Það er svakalegur leikur á miðvikudaginn gegn ÍA og það verður sex stiga leikur. Vonandi vinnum við þann leik og þá erum við í bullandi séns. Þetta er mjög mikilvægur leikur í baráttunni um efstu sætin," sagði Þorsteinn Már sem lék síðast með Ólafsvíkingum í 1. deildinni 2011.

Veit að hverju ég geng
,,Það hefur ekkert mikið breyst frá því ég var hérna síðast. Þetta er allt mjög svipað. Ég þekki allt hérna mjög vel og ég veit að hverju ég geng," sagði Þorsteinn sem var ekki í vafa um það að veðrið á Snæfellsnesinu væri betra en í höfuðborginni. Þorsteinn Már býr á sveitabænum Kverná fyrir utan Grundarfjörð með fjölskyldu sinni en þar er hann uppalinn.

,,Það er þvílíkur unaður að vera hér í sveitinni og mér líður best þar. Ég er ekki byrjaður að vinna en ég verð eitthvað í kringum hestanna hérna í sveitinni. Það er ekki hægt að bera þetta saman við lífið í Reykjavík."

Bæjarhátíðin, Á góðri stundu fór fram um helgina á Grundarfirði og Þorsteinn Már lét sig ekki vanta þar. ,,Það var mjög gaman. Það var líf og fjör og fullt af fólki í bænum," sagði leikmaður 13. umferðar í 1. deild karla að lokum sem var í óða önn við sveitastörf.

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner