Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   fim 02. maí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Lengjudeildin
Ásgeir Helgi er efnilegur varnarmaður.
Ásgeir Helgi er efnilegur varnarmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel.
Sami Kamel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn efnilegi Ásgeir Helgi Orrason leikur með Keflavík í sumar, á lánssamningi frá Breiðabliki. Ásgeir á að baki fimm leiki í efstu deild með Blikum og verður spennandi að sjá hann í Lengjudeildinni í sumar.

Fyrsti leikur Keflavíkur verður gegn ÍR á gervigrasinu við Nettóhöllina annað kvöld.

„Ég er ótrúlega spenntur að byrja mótið, mér finnst við vera komnir á gott ról. Sérstaklega eftir að hafa unnið Blikana í Mjólkurbikarnum,“ segir Ásgeir.

Hann mátti ekki spila þann leik en hvernig var að sjá Keflavík vinna Breiðablik?

„Ég vill bara sjá liðið mitt vinna. Ég er staddur í Keflavík núna þó maður hafi alltaf tilfinningar til Breiðabliks. En það var gaman að sjá þetta."

Um aðdraganda þess að hann var lánaður til Keflavíkur:

„Þegar það var stutt í mót og Blikar með marga hafsenta þá sá ég að ég væri ekki að fara að byrja. Við komumst að þeirri niðurstöðu að koma mér á lán og gefa mér spilareynslu hjá Keflavík. Fá 90 mínútur eftir 90. Ég er mjög ánægður með það."

„Það kom mér á óvart hversu skemmtilegt það var að koma inn í hópinn hjá Keflavík. Þetta eru skemmtilegir strákar og mikil gæði á æfingum. Ég er ótrúlega ánægður."

Sami Kamel fór á kostum gegn Breiðabliki og var besti leikmaður Keflavíkur í fyrra þegar hann hélst heill. Hversu góður er hann?

„Hann er ógeðslega góður. Hann er svolítill töframaður og eiginlega besti skotmaður sem ég hef æft með."

Keflavík var spáð 3. sæti í spá þjálfara og fyrirliða hér á Fótbolta.net.

föstudagur 3. maí

Lengjudeild karla
19:15 Afturelding-Grótta (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Leiknir R.-Njarðvík (Domusnovavöllurinn)
19:15 Keflavík-ÍR (Nettóhöllin-gervigras)
19:15 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)

laugardagur 4. maí

Besta-deild karla
14:00 FH-Vestri (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner