Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Nýliðarnir unnu sinn fyrsta sigur
Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði tvö fyrir Fylki
Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði tvö fyrir Fylki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Keflavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni
Keflavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir 4 - 2 Keflavík
1-0 Eva Rut Ásþórsdóttir ('9 )
1-1 Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('17 )
2-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('23 )
3-1 Eva Rut Ásþórsdóttir ('58 )
4-1 Susanna Joy Friedrichs ('66 , sjálfsmark)
4-2 Saorla Lorraine Miller ('77 )
Lestu um leikinn

Nýliðar Fylkis unnu sinn fyrsta sigur í Bestu deild kvenna þetta árið er það hafði betur gegn Keflavík, 4-2, á Würth-vellinum í Árbæ í kvöld.

Fylkiskonur voru betri aðilinn í byrjun leiks og kom það því ekkert verulega á óvart þegar Eva Rut Ásþórsdóttir setti boltann í netið á 9. mínútu.

Undirbúningur Tinnu Harðardóttur var í hæsta gæðaflokki. Hún á hvern varnarmanninn á fætur öðrum áður en hún setti boltann inn í teig. Keflvíkingar voru í mesta basli með að hreinsa boltanum og nýtti Eva sér það og setti boltann í netið.

Átta mínútum síðar svöruðu gestirnir með afar umdeildu marki frá Caroline Mc Cue Van Slambrouck. Melanie Claire Rendeiro átti aukaspyrnu inn á Caroline sem skaut boltanum á lofti. Tinna Brá Magnúsdóttir átti magnaða vörslu en dómari leiksins dæmdi mark. Línuvörðurinn virtist hafa tekið ákvörðun um að boltinn væri inn en var samt óviss. Hann hélt sig samt við ákvörðunina og staðan jöfn.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir gerði annað markið fyrir Fylki fjórum mínútum síðar. Abigail Patricia Boyan átti skot sem breyttist í sendingu og var Guðrún mætt til að klára færið.

Fylkiskonur byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Eva Rut skoraði þriðja markið. Abigail tók hornspyrnuna á Kayla Bruster, sem setti boltann fyrir Evu sem potaði boltanum í netið. Annað mark fyrirliðans.

Fjórða markið kom átta mínútum síðar og var erfitt fyrir Keflvíkinga að koma til baka eftir það. Susanna Joy Friedrichs setti boltann í eigið net eftir að Vera Varis, markvörður liðsins, missti boltann í Susönnu og í netið.

Saorla Lorraine Miller minnkaði muninn í 4-2 á 77. mínútu og virtist það mark kveikja í gestunum en þær náðu ekki að nýta færin sín og þriðja tap liðsins staðreynd.

Fylkir var að vinna sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu og er áfram taplaust eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner