Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 02. maí 2024 12:59
Elvar Geir Magnússon
Bruno tæpur fyrir næsta leik Man Utd
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag stjóri Manchester United spjallaði við fjölmiðla á fréttamannafundi í dag og gaf þar upplýsingar um stöðu leikmannahópsins.

Hann greindi þar frá því að Bruno Fernandes sé tæpur fyrir næsta leik, sem er gegn Crystal Palace á mánudaginn. Þá sé Marcus Rashford enn meiddur. Manchester United situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við þekkjum allir Bruno, aldrei útiloka hann. Hann mun gera sitt besta til að vera klár í slaginn," segir Ten Hag.

„Scott McTominay hefur ekki æft í þessari viku en við búumst við honum aftur til æfinga á laugardag. Við þurfum að bíða og sjá hvort hann verði 100% klár í leikinn."

„Jonny Evans mætti aftur til æfinga í dag og Anthony Martial tók þátt að hluta. Á morgun er frí og svo tveir dagar í leik."

Ten Hag var einnig spurður út í Jadon Sancho sem er á láni hjá Borussia Dortmund og átti frábæran leik í gær. Mikið hefur verið talað um slæmt samband Hollendingsins við enska kantmanninn.

„Orðum þetta svona: Hann spilaði virkilega vel í gær og er virkilega góður leikmaður. Í gær sýndi hann hvers vegna Manchester United keypti hann upphaflega. Ég samgleðst Jadon og sjáum hvað gerist í framtíðinni."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner