Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fim 02. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dewsbury-Hall verður áfram hjá Leicester
Mynd: Getty Images
Kiernan-Dewsbury Hall, leikmaður Leicester City á Englandi, mun taka slaginn með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en þetta staðfesti hann í viðtali við BBC.

Enski miðjumaðurinn hefur komið að 26 mörkum í ensku B-deildinni á tímabilinu.

Dewsbury-Hall, sem er 25 ára gamall, var potturinn og pannan á miðsvæði Leicester sem hefur nú formlega tryggt sér titilinn og það á fyrsta tímabili þessi undir stjórn Enzo Maresca.

Félög í úrvalsdeildinni hafa fylgst náið með honum á þessari leiktíð en leikmaðurinn segir það ekki koma til greina að fara annað.

„Ég hef verið hjá Leicester frá 8 ára aldri og hef engan áhuga á því að fara. Áform mín eru skýr,“ sagði Dewsbury-Hall.
Athugasemdir
banner