Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 02. maí 2024 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Jack í Þrótt Vogum (Staðfest)
Eiður í leiknum gegn Haukum.
Eiður í leiknum gegn Haukum.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Eiður Jack Erlingsson hélt í Vogana á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku og skrifaði undir lánssamning við Þrótt. Hann kemur frá hinum Þrótturunum, Þrótti Reykjavík.

Eiður er fæddur árið 2005 og kom við sögu í tveimur leikjum með Þrótti R. á síðasta tímabili í Lengjudeildinni.

Hann er framliggjandi miðjumaður. Eins og einhverjir lesendur átta sig eflaust á þá er hann með millinafnið Jack líkt og faðir hans Erlingur. Erlingur Jack Guðmundsson lék með Þrótti Reykjavík lengst af á sínum ferli en lék einnig með ÍR, Aftureldingu, Gróttu og endaði ferilinn með Kórdrengjum.

Fyrsti leikur Eiðs fyrir Þrótt Vogum var á mánudagskvöld gegn Haukum í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins þar sem Þróttarar unnu 2-3 sigur.

Í tilkynningu Þróttara var einnig vakin athygli á því að markvörðurinn efnilegi, Rökkvi Rafn Agnesarson, hefði komið til liðsins fyrr í vetur og spilaði sína fyrstu leiki í Lengjubikarnum fyrir Þrótt Vogum. Hann kemur úr Vesturbænum.

Þróttur Vogum mætir KFA í fyrstu umferð 2. deildar á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner