Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fim 02. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Magni fær spænskan sóknarmann (Staðfest)
Ibrahim Boulahya El Miri og Hjörtur Geir Heimisson, formaður Magna, við undirskrift
Ibrahim Boulahya El Miri og Hjörtur Geir Heimisson, formaður Magna, við undirskrift
Mynd: Magni
Magni hefur gengið frá samningum við spænska sóknarmanninn Ibrahim Boulahya El Miri en hann kemur til félagsins frá Spáni.

El Miri er 27 ára gamall og uppalinn á Spáni en hann er af marakóskum uppruna.

Hann hefur aðallega spilað í neðri deildunum á Spáni, en á síðasta tímabili skoraði hann 10 mörk fyrir C.D. Tortosa.

Í desember greindi Víkingur Ólafsvík frá því að El Miri væri búinn að semja við félagið. Þar var honum lýst sem teknískum leikmanni með mikið markanef.

Á endanum virtist ekki hafa orðið að þessum skiptum því nú hefur hann samið við Magna um að spila með liðinu í 3. deildinni í sumar.

Hann er kominn með leikheimild og getur því spilað með liðinu í fyrstu umferð gegn Hvíta riddaranum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner