Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid hjálpar til við að koma Benzema í lag
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema er staddur í Madríd þessa stundina þar sem hann fer í gegnum endurhæfingu hjá sínu gamla félagi, Real Madrid.

Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili en hann er í dag á mála hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Frakkinn kom til félagsins frá Real Madrid á síðasta ári.

Hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessari leiktíð og aðeins skorað 13 mörk í 29 leikjum.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn en hann hefur misst af átján leikjum á tímabilinu og er nú mættur aftur til Real Madrid.

Þar mun hann gangast undir frekari rannsóknir og mun félagið hjálpa honum að meðhöndla meiðslin.

Al Ittihad hefur staðfest tíðindin og segist afar þakklátt fyrir að hjálpa til við að huga að meiðslum Frakkans.
Athugasemdir
banner
banner
banner