Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Tonali fær skilorðsbundið bann frá enska sambandinu
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Sandro Tonali miðjumaður Newcastle hefur fengið tveggja mánaða skilorðsbundið bann frá enska sambandinu vegna brota á veðmálareglum.

Þessi 23 ára leikmaður mun ekki þurfa að afplána bannið nema hann brjóti frekar af sér út næsta tímabil.

Tonali er þegar að taka út tíu mánaða bann sem hann var dæmdur í vegna tíma hans í ítalska boltanum. Hann byrjaði að taka út bannið í október í fyrra. Hann fær þennan nýja dóm vegna brota eftir að hann varð leikmaður Newcastle.

Hann hefur leikið fimmtán landsleiki fyrir Ítalíu en missir af Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner