Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður ekki kynntur á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Þýski þjálfarinn Ralf Rangnick verður ekki kynntur hjá Bayern München á næstu dögum en þýska félagið vill bíða þangað til eftir undanúrslitaleikinn gegn Real Madrid.

Bayern og Rangnick eru nálægt því að ná samkomulagi um að hann taki við liðinu í sumar.

Félagið hefur unnið hörðum höndum að því að finna arftaka Thomas Tuchel, sem mun hætta eftir tímabilið.

Rangnick hefur gert ágætis hluti með austurríska landsliðið en hann kom því á Evrópumótið í Þýskalandi. Austurríska fótboltasambandið hefur ekki gefið upp von á að halda í Rangnick.

Samkvæmt formanni fótboltasambandsins kemur til greina að bjóða honum nýjan langtímasamning.

Flestir fjölmiðlar telja þó að það muni ekki hafa nein áhrif og að Rangnick verði kynntur síðar í þessum mánuði. Eina sem er vitað er að hann verður ekki kynntur fyrir seinni leik Bayern gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Rúm tvö ár eru liðin frá því Rangnick stýrði síðast félagsliði en þá var hann bráðabirgðastjóri Manchester United á Englandi. Það er eflaust tími sem hann vill gleyma sem fyrst, en liðið vann aðeins 11 af þeim 29 leikjum sem hann stýrði.
Athugasemdir
banner
banner