Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. ágúst 2017 13:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 19. sæti: Huddersfield
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
David Wagner er stjóri Huddersfield.
David Wagner er stjóri Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Tom Ince kom frá Derby.
Tom Ince kom frá Derby.
Mynd: Getty Images
Mathias Jörgensen.
Mathias Jörgensen.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Það verður stutt stopp hjá Huddersfield í deild þeirra bestu ef spáin rætist.

Lokastaða síðasta tímabils: 5. sæti í Championship
Markahæstur á síðasta tímabili: Elias Kachunga (15)

Besti vinur Klopp heldur um stjórnartaumana
Liðsheildin kom Huddersfield upp.

David Wagner, stjóri Huddersfield, var svaramaður í brúðkaupi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Wagner var landsliðsmaður Bandaríkjanna á árum áður en þegar skórnir fóru á hilluna hóf hann að læra líffræði og íþróttavísindi í háskóla. Stefnan var ekki sett á að fara út í þjálfun.

Það var Klopp sem sagði besta vini sínum að hann þyrfti að snúa aftur í fótboltann, hans þekking og hæfileikar myndu fara í vaskinn ef hann myndi ekki reyna fyrir sér í þjálfun.

Þannig varð Wagner þjálfari varaliðs Borussia Dortmund 2011 áður en hann var ráðinn til Huddersfield 2015. Það er margt líkt með Wagner og Klopp en báðir aðhyllast þeir hápressufótbolta þar sem allir eru á fullu.

2016 endaði Huddersfield í 19. sæti í Championship og margir spáðu því fyrir síðasta tímabil að liðið yrði í vandræðum. En þeir sem fylgdust með liðinu spila sáu að það voru breytingar í gangi. Einkenni liðsins var orkumikill leikstíll og leikmenn voru lausir við alla hræðslu.

Skyndilega fór liðið að berjast um toppsæti deildarinnar, endaði svo í fimmta sæti og fór í umspilið. Tveimur vítaspyrnukeppnum síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið komst upp þrátt fyrir að eina mark liðsins í 330 mínútum í umspilinu hafi verið sjálfsmark og liðið endaði deildina á því að vera með neikvæða markatölu upp á tvö mörk vegna skella sem liðið féll þegar hlutirnir voru ekki að virka.

Stjórinn: David Wagner
Hefur gert ótrúlega hluti með Huddersfield og stuðningsmennirnir elska hann. En að ná að halda liðinu í úrvalsdeildinni yrði hans langstærsta afrek.

Hvað þarf að gerast?
Þrátt fyrir heillandi leikstíl Huddersfield og að liðið hefur verið meira með boltann í sínum leikjum skoraði liðið aðeins 56 mörk í 46 deildarleikjum. Sóknarmennirnir Laurent Depoitre og Steve Mounie hafa verið keyptir til að laga það. Þrátt fyrir að Huddersfield hafi þurft að styrkja sig var það liðsheildin frekar en einstaklingsgæði sem kom liðinu upp og allir voru að róa í sömu átt. Það þarf að halda í þau einkenni.

Lykilmaður: Aaron Mooy
Ástralski sóknarmiðjumaðurinn var aðalkallinn hjá Huddersfield á síðasta tímabili. Spilamennska liðsins flaut í gegnum lánsmanninn frá Manchester City. Að kaupa hinn 26 ára Mooy endanlega í sumar, fyrir 10 milljónir punda, voru mikilvægustu kaup Huddersfield í sumar.

Fylgist með: Tom Ince
Leikmaður sem hefur enn ekki náð þeim hæðum sem honum var spáð. Þessi 25 ára leikmaður, sonur Paul Ince, er þó væntanlega ákveðinn í að sýna að hann eigi heima í úrvalsdeildinni. Huddersfield hefur eytt yfir 40 milljónum punda í að styrkja leikmannahóp sinn i sumar og einn af þeim sem var keyptur er Ince sem kom frá Derby.

Komnir:
Laurent Depoitre (FC Porto)
Aaron Mooy (Man City) £10m
Jonas Lossl (Mainz) Lán
Tom Ince (Derby County)
Kasey Palmer (Chelsea) Lán
Danny Williams (Reading)
Steve Mounie (Montpellier)
Scott Malone (Fulham)
Mathias Jörgensen (FC Kaupmannahöfn)

Farnir:
Tareiq Holmes-Dennis (Portsmouth) Lán
Jack Payne (Oxford United) Lán

Þrír fyrstu leikir: Crystal Palace (Ú), Newcastle (H) og Southampton (H)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner