Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. mars 2018 10:04
Hafliði Breiðfjörð
Christian Karembeu kemur með HM bikarinn til Íslands
Christian Karembeu verður á Íslandi 25. mars og kemur í Smáralind með bikarinn.
Christian Karembeu verður á Íslandi 25. mars og kemur í Smáralind með bikarinn.
Mynd: Coca Cola
Mynd: Coca Cola
Líkt og þegar hefur verið tilkynnt þá er hinn goðsagnarkenndi verðlaunabikar FIFA heimsmeistarakeppninnar á leiðinni til
Íslands og verður til sýnis í Smáralind dagana 23. til 25. mars.

Þetta er liður í alheimsför sem Coca-Cola stendur fyrir þar sem bikarinn kemur við í 91 borg í 51 landi og 6 heimsálfum.

Bikarnum er fylgt í hlað á hverjum stað af heimsþekktum knattspyrnumönnum sem eiga það sameiginlegt að hafa keppt með sínum landsliðum í úrslitakeppni HM á einhverjum tímapunkti.

Sá sem fylgir bikarnum hingað til Íslands er enginn annar en franski stjörnuleikmaðurinn Christian Karembeu sem sjálfur hefur einmitt gerst svo frægur að lyfta þessum merka grip.

Christian Karembeu á glæsilegan feril að baki. Ásamt því að verða heimsmeistari með Frökkum árið 1998 í þá var hann einnig í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000.

Christian Karembeu spilaði yfir 50 landsleiki með Frökkum og þá spilaði hann rétt tæplega 400 deildarleiki með liðum eins og Real Madrid, Nantes, Sampdoria, Middlesbrough og Olympiacos.

Christian Karembeu verður á Íslandi 25. mars og verður viðstaddur viðburð í Smáralind þar sem öllum sem hafa áhuga gefst tækifæri til að hitta þennan frábæra leikmann sem og að sjá hinn heimsfræga FIFA HM bikar sem íslenska landsliðið mun keppa um á HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner