Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 26. apríl 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aðstöðumál í félaginu á pari við hæsta klassa á Íslandi"
Sigurvin Ólafsson - Þróttur R.
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson tók við Þrótti í vetur.
Sigurvin Ólafsson tók við Þrótti í vetur.
Mynd: Þróttur
Baldur Hannes verður ekkert með í sumar vegna meiðsla.
Baldur Hannes verður ekkert með í sumar vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög ánægður með mitt nýja umhverfi'
'Ég er mjög ánægður með mitt nýja umhverfi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrótturum er spáð áttunda sæti.
Þrótturum er spáð áttunda sæti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá heimavelli Þróttar.
Frá heimavelli Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við Þróttarar erum spenntir fyrir þessu tímabili. Það leggst vel í okkur. Spáin um áttunda sætið kemur ekkert á óvart, við enduðum í því sæti í fyrra og sparkspekingar hafa í allan vetur keppst við að spá okkur því sæti," segir Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, í samtali við Fótbolta.net.

Þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar spá því að Þróttur muni enda í áttunda sæti deildarinnar en þetta var opinberað hér á Fótbolta.net núna áðan.

„Gangurinn á liðinu hefur verið fínn í vetur, menn hafa æft vel og sinnt þessu af krafti. Það gengu margir efnilegir leikmenn upp úr öðrum flokki í haust, svo að þeir og fleiri ungir hafa fengið góða eldskírn við að undirbúa sig fyrir fullorðinstímabil með meistaraflokki," segir Venni, eins og hann er oftast kallaður, um veturinn sem er að baki.

„Æfingaleikir hafa almennt gengið fínt og það hefur verið gott og hollt fyrir drengina að fá að máta sig við önnur lið, sérstaklega lið úr efstu deild. Þó að úrslit vetrarleikja skipti minna máli þá var óneitanlega skemmtilegt að ná að leggja KR í Reykjavíkurmótinu og Valsmenn í Lengjubikarnum, sem gaf mönnum trú á hvað við getum náð langt með góðum leik."

Ánægður með mitt nýja umhverfi
Venni, sem er afar spennandi þjálfari, tók við Þrótti í vetur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili. Hann var þar áður aðstoðarþjálfari hjá KR og náði mjög góðum árangri sem aðalþjálfari KV í Vesturbæ.

„Ég er mjög ánægður með mitt nýja umhverfi; aðstöðumál í klúbbnum eru á pari við hæsta klassa á Íslandi og frábært fólk sem starfar fyrir félagið. Þjálfarateymið er líka mjög sterkt, ég fékk Hansa, gallharðan Þróttara, með mér til halds og trausts en er þar að auki með gríska goðið Angelos sem fitness coach, granítharðan markmannsþjálfara í Bane og svo er gott að geta leitað til Össa og Dodda, en þar erum við að tala um tvö úthöf af fróðleik um ungviðið í klúbbnum," segir Venni.

„Sem nýr þjálfari liðsins voru áherslurnar til að byrja með að kynnast leikmönnum og leyfa þeim að kynnast mér og þeim leikstíl og kúltúr sem ég vil sjá liðið vinna eftir. Við höfum lagt áherslu á aga og fagmennsku í okkar vinnubrögðum en þó þannig að gleðin tapist aldrei. Þetta verður að vera gaman, annars getum við bara sleppt þessu."

Mjög sáttur við hópinn
Eins og gengur og gerist, þá hafa orðið einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiktíð.

„Okkar almenna nálgun er að reyna eftir fremsta megni að búa til okkar leikmenn sjálfir, eða laða til okkar unga efnilega menn sem eru tilbúnir til að verða Þróttarar til lengri tíma," segir Venni.

„Það var þó ljóst frá fyrsta degi að við þyrftum að bæta við okkur, tl dæmis var ljóst að Hinrik og Aron Snær yrðu ekki hér áfram, en þeir skoruðu um það bil helming marka liðsins í fyrra. Þá urðum við fyrir því mikla óláni að missa Baldur, okkar helsta máttarstólpa, í meiðsli út tímabilið."

„Ég tel okkur hins vegar hafa fyllt vel og skynsamlega upp í götin og ég er mjög sáttur við hópinn eins og hann er," segir þjálfara Þróttara.

Markmiðið einfalt og skýrt
Það má búast við ansi skemmtilegri Lengjudeild í sumar.

„Þessi deild getur að mínu mati spilast á alla vegu og ætti því að geta orðið mjög áhugaverð og spennandi. Það er auðvitað ekki komin skýr mynd á getu allra liðanna en tilfinning er sú að allir geti unnið alla og því mjög erfitt að spá fyrir um hvernig deildin þróast," segir Venni en hvert er markmið Þróttar?

„Í grunninn er markmiðið okkar einfalt og skýrt. Í hvert sinn sem við stígum inn á völlinn þá stefnum við á sigur og reiknum með að vinna. Við óttumst engan andstæðing. Hvernig stigasöfnunin gengur verður svo bara að koma í ljós, en ef við höfum ekki hugrekki til að stefna á sigur þá náum við ekki langt. Almennt markmið okkar er að verða betri í dag en í gær og ná lengra í dag en í gær. Í fyrra endaði liðið í áttunda sæti og okkur er spáð áttunda sæti í ár. Það er þá strax augljóst að vilji okkar stendur til að gera að minnsta kosti betur en það."

Að lokum, einhver skilaboð fyrir sumarið?

„Ég skora á alla Laugdælinga og velunnara Þróttara að flykkjast á völlinn í sumar og hjálpa okkur að mynda stemningu, gleði og grín. Það gæti ráðið úrslitum í sumar."

„Lifi..."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner