Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   lau 08. júní 2024 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag fær stuðning frá Van Gaal - „Man Utd þarf að gefa honum meiri tíma“
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United á Englandi, vill að félagið gefi samlanda hans, Erik ten Hag, meiri tíma til að sanna sig hjá félaginu.

Þessa dagana er United að fara yfir tímabilið og verður í kjölfarið tekin ákvörðun um framtíð Ten Hag.

Hann endaði tímabilið á að vinna enska bikarinn en þetta var annar bikarinn sem hann bætti við í safn sitt sem stjóri United.

Van Gaal stýrði United frá 2014 til 2016, en hann var einmitt rekinn nokkrum dögum eftir að hafa unnið enska bikarinn með félaginu. Hann telur að Ten Hag þurfi meiri tíma.

„Auðvitað á ekki að reka hann, en ég þurfti líka meiri tíma hjá Manchester United. Ég vann enska bikarinn en það hafði enginn þjálfari United unnið hann í 20 ár áður en ég vann keppnina. Núna er Erik að vinna enska bikarinn og komst í Meistaradeildina á fyrsta árinu. Ég held að félagið þurfi ekki að reka hann því hann þarf meiri tíma, en ég get líka verið gagnrýninn. Hann hefur ekki gert frábærlega og það má alveg gagnrýna, en hann hefur líka sýnt að hann sé góður stjóri,“ sagði Van Gaal við Sky Sports.

Van Gaal ekki alveg með árin á hreinu reyndar. Sir Alex Ferguson vann enska bikarinn með United árið 2004, tólf árum áður en Van Gaal afrekaði það sama.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner