Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   sun 09. júní 2024 20:44
Sverrir Örn Einarsson
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Ásgeir Páll Magnússon
Ásgeir Páll Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Páll Magnússon átti fínan leik í liði Keflavíkur er liðið þurfti að gera sér að góðu tap í vítaspyrnukeppni gegn Val er liðin mættust í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld. Ásgeir var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

„Ég held að við getum bara verið stoltir af frammistöðunni og baráttunni i heild sinni eftir þennan leik.“

Ásgeir sem alin er upp hjá liði Leiknis á Fáskrúðsfirði er á sínu þriðja tímabili hjá Keflavík og hefur farið vaxandi í hlutverki sínu hjá liðinu og hefur verið að finna sig vel að undaförnu. Um sínar framfarir sagði hann.

„Síðasta tímabil var náttúrlega ekki gott hjá liðinu í heild sinni. Ég fór svo út seinni hluta þess tímabils. En ég var ángægður með leikinn hjá mér og öllum í dag. “

Ásgeir er ekki sá eini í liði Keflavíkur sem kemur frá Austfjarðarliði Leiknis en Dagur Ingi Valsson er einnig þaðan en báðir skoruðu þeir í leiknum í dag. Ásgeir vildi þó ekki meina að vatnið væri neitt öðruvísi á Fáskrúðsfirði en annarstaðar.

„Nei nei það er bara gott vatn þar“

Sagði Ásgeir en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner