Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. desember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Wolves má búast við sekt fyrir að reiðast dómara
Steve Morgan er til hægri með Wolves trefil.
Steve Morgan er til hægri með Wolves trefil.
Mynd: Getty Images
Steve Morgan, eigandi Wolves, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína þegar Úlfarnir töpuðu 2-1 gegn Bournemouth á laugardaginn.

Tveir leikmenn Wolves voru reknir af velli eftir að liðið komst yfir og var Morgan æfur yfir dómgæslu Mike Jones. Talið er að Morgan muni þurfa að greiða háa sekt fyrir hegðun sína.

,,Ég vil biðja Mike Jones persónulegrar afsökunar," sagði Morgan í yfirlýsingu.

,,Ég var mjög reiður og pirraður vegna ákvarðana hans inni á vellinum og er það enn. Þrátt fyrir það hefði ég ekki átt að hleypa pirringnum út á vellinum.

,,Við munum áfrýja báðum spjöldunum. Þetta voru ósanngjarnar ákvarðanir og alltof hörð dómgæsla."

Athugasemdir
banner
banner
banner