Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. mars 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Íslendingaliðin með þægilega sigra
Leikmenn Everton fagna marki Cenk Tosun.
Leikmenn Everton fagna marki Cenk Tosun.
Mynd: Getty Images
Burnley valtaði yfir West Ham.
Burnley valtaði yfir West Ham.
Mynd: Getty Images
Everton vann mikilvægan sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fimm leikir voru að klárast.

Everton var sterkari aðilinn með Gylfa Sigurðsson í holunni. Það tók tíma að brjóta ísinn en það tókst loksins eftir klukkutíma leik þegar Gaetan Bong skoraði sjálfsmark.

Tyrkinn Cenk Tosun bætti við öðru marki Everton á 76. mínútu er hann negldi knettinum í slána og inn.

Everton fékk tækifæri til að bæta við þriðja markinu áður en yfir lauk en Wayne Rooney klúðraði vítaspyrnu, hann lét verja frá sér. Það hlýtur einhver annað fá að taka næstu spyrnu, mögulega Gylfi.

Everton hoppar upp í níunda sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið er enn sex stigum á eftir Burnley sem er í sjöunda sæti. Burnley valtaði yfir West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum. Allt varð vitlaust á vellinum en stuðningsmenn West Ham eru brjálaðir út í eigendur og stjórnarmenn félagsins.

Síðasta mark Burnley í 3-0 sigri kom eftir skot frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, Chris Wood fylgdi á eftir skoti hans.

Newcastle vann sannfærandi sigur á Southampton og Leicester hafði betur gegn West Brom. Hörmulegt gengi West Brom heldur áfram.

Þá gerðu Swansea og Huddersfield markalaust jafntefli. Swansea lék manni færri frá 11. mínútu eftir rautt spjald Jordan Ayew.

Everton 2 - 0 Brighton
1-0 Gaetan Bong ('60 , sjálfsmark)
2-0 Cenk Tosun ('76 )
2-0 Wayne Rooney ('88 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Anthony Knockaert, Brighton ('81)

Huddersfield 0 - 0 Swansea
Rautt spjald: Jordan Ayew, Swansea ('11)

Newcastle 3 - 0 Southampton
1-0 Kenedy ('2 )
2-0 Kenedy ('29 )
3-0 Matt Ritchie ('57 )

West Brom 1 - 4 Leicester City
1-0 Salomon Rondon ('8 )
1-1 Jamie Vardy ('21 )
1-2 Riyad Mahrez ('62 )
1-3 Kelechi Iheanacho ('76 )
1-4 Vicente Iborra ('90 )

West Ham 0 - 3 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('66 )
0-2 Chris Wood ('70 )
0-3 Chris Wood ('81 )
Athugasemdir
banner
banner