Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   fim 10. ágúst 2017 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Sara Hrund: Þetta er sorglegt
Sara Hrund Helgadóttir í leik með Grindavík.
Sara Hrund Helgadóttir í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, var svekkt með spilamennsku liðsins í dag en það tapaði 3-1 fyrir KR í mikilvægum leik í fallbaráttunni.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  3 KR

Guðrún Karitas Sigurðardóttir kom KR yfir strax í byrjun leiks en Carolina Mendes jafnaði metin stuttu síðar. KR bætti síðan við tveimur mörkum í síðari hálfleik og náði í öll stigin.

„Það er lítið jákvætt sem við getum tekið úr þessu því miður. Við vorum eftir á í öllu í dag. Ég veit ekki hvað klikkaði, vorum skrefinu á eftir þeim og þær voru tilbúnar í þetta. Byrjum á að fá aulalegt mark á okkur og svörum strax en vorum ekki tilbúnar í þetta," sagði Sara við Fótbolta.net.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Það þýðir ekkert annað en að stíga upp og hysja upp um sig buxurnar. Við vorum komnar á fínt run en það þýðir ekkert að ofmetnast með það. Við getum barist en við sýndum það ekki í dag og það er sorglegt."

Grindavík er í 7. sæti með 13 stig en Sara segir liðið ekki vera úr fallbaráttu og það sé mikil barátta framundan.

„Þetta voru gjafir. Þetta var einbeitingaleysi. Þurfum að sýna karakter og stíga upp," sagði hún ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner