Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið til að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   lau 10. október 2015 19:02
Jóhann Ingi Hafþórsson
Alfreð Finnboga: Ég er búinn að bíða lengi
Icelandair
Alfreð Finnbogason í baráttunni í dag.
Alfreð Finnbogason í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason kom inn í byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016, en leiknum lauk með 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í dag.

Alfreð var líkt og liðsfélagar hans öflugur í fyrri hálfleiknum þar sem Ísland skoraði tvö mörk og hefði hann með smá heppni sjálfur getað komist á blað. Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki jafn góður og Lettar jöfnuðu metin í 2-2 og urðu það lokatölur.

Alfreð segir erfitt að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis eftir leikhlé.

„Það er erfitt að segja. Við urðum svolítið passífari og hættum að fara upp í gegnum miðjuna, sem var að ganga vel í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvað er hægt að segja," sagði Alfreð eftir leikinn.

„Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur, við vorum með góðar skiptingar og vorum að skipta vel um stöður og vorum með 3-4 möguleika þegar við vorum að sækja á þá."

Alfreð var að vonum ánægður með að hafa fengið tækifæri í byrjunarliðinu í dag, örfáum dögum eftir að hann tryggði Olympiakos sigur gegn Arsenal á Emirates leikvangnum.

„Ég er bara mjög ánægður með að hafa fengið tækifærið, ég er búinn að bíða lengi og ég gerði bara mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila þannig ég er sáttur, en menn vilja alltaf meira," sagði Alfreð, sem segist ekki vita hvort hann byrjar næsta leik gegn Tyrklandi.

„Það kemur bara í ljós, það eru enn þrír dagar í þann leik og við vitum ekkert hvernig hlutirnir þróast. Ferðalag framundan og tvær æfingar, við bara svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og sjáum hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner