Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   sun 11. febrúar 2024 23:41
Sölvi Haraldsson
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara ógeðslega gaman. Fínn leikur, við byrjuðum í smá brasi en við bættum í þetta undir lok fyrri hálfleiks. Síðan tókum við yfir leikinn í seinni hálfleik.“ sagði Guðjón Máni Magnússon, framherji ÍR-inga, eftir frábæran 4-2 sigur á spræku liði Þróttar í kvöld. 


Guðjón Máni skoraði tvö mörk í dag en hann var mun sáttari með frammistöðu ÍR-inga í seinni hálfleik en í þeim fyrri.

Talið hjá Árna og Jóa breytti þessu dálítið í seinni hálfleik. Við fórum aðeins yfir stöðuna í hálfleik, taktík og hvað við ættum að gera betur. Við leystum seinni hálfleikinn mjög vel.“

Þróttarar fengu rautt í seinni hálfleik eftir að hafa hrint leikmanni ÍR en leikurin róaðist mikið eftir það.

Mér fannst svæðið opnast miklu meira eftir rauða spjaldið og þeir voru kannski smá eftir eftir það. En við stjórnum leiknum bara eftir það fyrir utan skítamarkið sem við fáum á okkur hérna í lokin. En við áttum bara seinni háfleikinn, fannst mér allavegana.

Guðjón sér mikla bætingu milli leikja. Honum finnst nýju mennirnir vera búnir að venjast taktíkinni mjög vel í seinustu leikjum. 

Mér finnst þeir bara frábærir. Hvernig Marc nær að stýra leiknum og Kristján líka á miðjunni. Þeir eru báðir grjótharðir, eitthvað sem þurfti.

Guðjón stefnir á það að skora mark í fyrsta leik sumarsins og halda því síðan áfram.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner