Í sumar verður leikið í þremur deildum í meistaraflokki kvenna en spilað verður í Pepsi-deild, 1. deild og 2.deild í stað þess að 1.deildinni verði skipt upp í riðla og svo spiluð úrslitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ÍA 145 stig
2. HK/Víkingur 136 stig
3. Keflavík 135 stig
4. Selfoss 126 stig
5. ÍR 94 stig
6. Þróttur 79 stig
7. Tindastóll 64 stig
8. Hamrarnir 52 stig
9. Víkingur Ó. 42 stig
10. Sindri 27 stig
1. ÍA
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í Pepsi-deild kvenna
ÍA féll úr Pepsi-deildinni eftir ársviðkomu þar.
Þjálfarinn: Helena Ólafsdóttir tók við ÍA í haust. Tilkynnt var um ráðninguna undir lok síðasta tímabils og sendi ÍA þar ákveðin skilaboð um að liðið ætlaði sér stóra hluti og hyggðist ekki dvelja lengi í 1. deild. Helenu þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugafólki en hún hefur víðtæka reynslu af þjálfun. Síðasta verkefni hennar var að þjálfa FK Fortuna í Álasund í Noregi en áður hefur hún þjálfað meistaraflokk hjá FH, Selfoss, KR og Val. Þá þjálfaði Helena A-landslið kvenna 2003-2004 auk þess sem hún hefur leikið 8 A-landsleiki.
Styrkleikar: Liðið er gríðarlega vel skipulagt og uppfullt af mikilvægri reynslu úr efstu deild. Þá er liðið í mjög góðu formi en reynslan og líkamlegt form mun gefa ÍA ákveðið forskot á að klára jafna leiki. Eins og undanfarin ár er liðið skipað uppöldum Skagakonum með ÍA-hjörtu. Leikmannahópurinn er góð blanda af reyndum leikmönnum og efnilegum stelpum sem geta ekki beðið eftir að fá að sanna sig á stóra sviðinu. Þá er gríðarlegur fengur í þeim sterku karakterum sem eru að snúa aftur eftir fjarveru.
Veikleikar: Liðið missti sterka leikmenn eftir síðasta tímabil og það gæti orðið erfitt að fylla þeirra skörð.
Lykilmenn: Aldís Ylfa Heimisdóttir, Maren Leósdóttir og Hulda Margrét Brynjarsdóttir.
Gaman að fylgjast með: Unglingalandsliðskonan Bergdís Fanney Einarsdóttir er skemmtilegur sóknarmaður með öflugan vinstri fót. Hún fékk eldskírn í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og á eftir að njóta sín enn betur í 1. deildinni í ár. Sömu sögu er að segja af Fríðu Halldórsdóttur sem hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍA á undirbúningstímabilinu. Öflugur leikmaður sem líkt og Bergdís hefur leikið fyrir U17 ára landsliðið og getur leyst nokkrar stöður á vellinum.
Komnar:
Hulda Margrét Brynjarsdóttir snýr aftur eftir barneignarfrí
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir snýr aftur eftir barneignarfrí
Unnur Ýr Haraldsdóttir snýr aftur eftir barneignarfrí
Vilborg Pétursdóttir aftur heim úr Gróttu
Birta Stefánsdóttir snýr aftur eftir árs hlé
Farnar:
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í Fylki
Megan Dunnigan í FH
Jaclyn Poucel
Hrefna Þuríður Leifsdóttir aftur í Stjörnuna (var á láni)
Gréta Stefánsdóttir í KR
Cathrine Dyngvold
Fyrstu leikir ÍA:
12. maí ÍA - Tindastóll
19. maí ÍR - ÍA
26. maí ÍA - HK/Víkingur
Athugasemdir