Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 13. júní 2024 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Steinn spáir í 7. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Lék allan leikinn gegn Englandi á Wembley.
Lék allan leikinn gegn Englandi á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvænt tvenna frá Alex.
Óvænt tvenna frá Alex.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sjöunda umferð Lengjudeildarinnar fer fram á næstu dögum, umferðin fer af stað með þremur leikjum í dag og lýkur með þremur leikjum á laugardaginn.

Landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, er spámaður umferðarinnar.

Jakob Gunnar Sigurðsson spáði í leiki 6. umferðar. Hann er markahæsti leikmaður 2. deildar, spilar með Völsungi. Hann var með tvo leiki rétta en einum leik er ólokið.

Svona spáir Bjarki leikjunum:

Grótta 2 - 0 ÍBV (fimmtudagur 17:30)
Alex Bergmann skorar bæði mörkin, ein sleggja og eitt úr horni, 2-0 létt.

Njarðvík 0 - 0 ÍR (fimmtudagur 19:15)
Dómarinn flautar af á 80. mín vegna áhugaleysis

Þróttur 1 - 3 Afturelding (fimmtudagur 19:15)
Eldingin að komast á flug, Andri Freyr og Cogic deila mörkum UMFA á milli sín og Maggiball heldur áfram að heilla.

Dalvík/Reynir 0 - 2 Keflavík (laugardagur 14:00)
Kóngarnir að austan, Ásgeir Páll og Dagur Ingi Vals setja sitthvort og þetta fer 0-2.

Leiknir R. 1 - 1 Grindavík (laugardagur 14:00)
Gtown komast snemma yfir en Leiknis menn jafna seint eftir alvöru klafs í teignum.

Fjölnir 3 - 0 Þór (laugardagur 16:00)
Úlli masterclass 3-0, allt í fyrri.

Fyrri spámenn:
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner
banner