Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 01. maí 2024 09:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Baddi gegn Benna - Spá fyrir 1. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Úr bikarleik Aftureldingar og Dalvíkur/Reynis á dögunum.
Úr bikarleik Aftureldingar og Dalvíkur/Reynis á dögunum.
Mynd: Raggi Óla
Baldvin Már Borgarsson.
Baldvin Már Borgarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Bóas Hinriksson.
Benedikt Bóas Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin er að fara af stað í kvöld en setningarleikur deildarinnar verður viðureign Grindavíkur og Fjölnis sem fram fer á Víkingsvelli.

Hitað var upp fyrir deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en þeir Baldvin Már Borgarsson og Benedikt Bóas Hinriksson voru settir í tippkeppni þar sem þeir giskuðu á úrslitin í fyrstu umferð.

miðvikudagur 1. maí

19:15 Grindavík-Fjölnir (Víkingsvöllur)

Baldvin Már Borgarsson: 3-1

Benedikt Bóas Hinriksson: 1-1
„Grindavík er ekki slípað. Ég held að þeir skori eftir svona tvær mínútur og Fjölnir jafni á 87. mínútu.“

föstudagur 3. maí

19:15 Afturelding-Grótta (Malbikstöðin að Varmá)

Baldvin Már Borgarsson: 4-1
„Öruggur sigur Aftureldingar.“

Benedikt Bóas Hinriksson: 4-0
„Þetta byrjar með látum.“

19:15 Leiknir R.-Njarðvík (Domusnovavöllurinn)

Baldvin Már Borgarsson: 4-2
„Þetta verður markaleikur.“

Benedikt Bóas Hinriksson: 3-1

19:15 Keflavík-ÍR (Nettóhöllin-gervigras)

Baldvin Már Borgarsson: 2-2

Benedikt Bóas Hinriksson: 5-1
„Keflvíkingar eru í stuði og keyra yfir þá.“

19:15 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)

Baldvin Már Borgarsson 1-3:
„Ég gæti kíkt á þennan leik."

Benedikt Bóas Hinriksson: 1-0
„Leikur sem ég væri til í að sjá en ég er að fara í sauðburð. Ég spái óvæntum úrslitum."

laugardagur 4. maí

14:00 Dalvík/Reynir-ÍBV (Dalvíkurvöllur)

Baldvin Már Borgarsson: 1-3
„Dalvík nær stemnings marki á heimavelli, jafnvel kemst yfir."

Benedikt Bóas Hinriksson: 0-2
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner