Baldvin Már Borgarsson og Benedikt Bóas Hinriksson fóru í tippkeppni í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrir fyrstu umferðina í Lengjudeildinni. Það er skemmst frá því að segja að þeir náðu ekki einum úrslitum rétt.
Ástbjörn Þórðarson leikmaður FH í Bestu deildinni spáir í 2. umferð Lengjudeildarinnar sem hefst í dag.
Þór 3-2 Afturelding (16:00 í dag)
Ég spurði nýja liðsfélaga minn og sessunaut Bjarna Guðjón hvernig þetta færi. Hann sagði að þetta yrði góður leikur með mikið af mörkum en þar sem þetta er inni í Boganum segir hann Þór taka þetta 3-2.
Njarðvík 1-1 Dalvík/Reynir (16:00 í dag)
Tvö lið sem byrjuðu mótið á sigri. Ég held að þessi leikur geti dottið á báða vegu en það er eitthvað sem segir mér að liðin deili stigunum og verði bæði sátt að haldast taplaus.
Fjölnir 4-1 Leiknir (18:00 á morgun)
Það gengur virkilega vel hjá flottasta íþrótta- og lífstílsmerki landsins Era Sport þannig að ég held að það verði Era þrenna í þessum leik þ.e. að Axel Freyr, Reynir og Máni Austmann skori allir. Svo mun Óliver Dagur auðvitað skora líka annað hvort beint úr aukaspyrnu eða sjálfsmark.
ÍBV 2-3 Þróttur (18:00 á morgun)
Venni er búinn að vera að drilla vel í vetur og mun það heldur betur skila sér. Þróttur mun skora 3 skallamörk og eitt af þeim verður flugskalli. Venni elskar ekkert meira en góð skallamörk og hjá honum gilda þau tvöfalt þannig i rauninni fer leikurinn 2-6.
Grótta 2-2 Keflavík (19:15 á morgun)
Þetta er leikur umferðarinnar að mínu mati, mín gömlu félög að mætast. Ég held að Gabríel Hrannar og Frans Elvarsson muni elda grátt silfur saman í þessum leik og það verði einhver læti í kringum þá. Kristófer Orri skorar fyrir Gróttu ásamt Gabríeli Hrannari sem mun taka Borini fagnið sitt. Fyrir Keflavík munu þetta vera Ari Steinn og Dagur Ingi sem skora.
Grindavík 1-0 ÍR (19:15 á morgun)
Ég hefði sagt að Adam Árni myndi skora þrennu í þessum leik en því miður er hann kjálkabrotinn. Grindjáninn hún mamma mín yrði ekki sátt með mig ef ég myndi segja eitthvað annað en að Grindavík muni vinna. Ég held að þetta verði frekar lokaður leikur en að Grindavík skori eitt í lokinn.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |