Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 17. maí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni Mall spáir í 3. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Gunn­ar Malmquist Þórs­son.
Gunn­ar Malmquist Þórs­son.
Mynd: Mummi Lú
Nær Leiknir í sinn fyrsta sigur á morgun?
Nær Leiknir í sinn fyrsta sigur á morgun?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þriðja umferðin í Lengjudeildinni hefst með rosalegum leik á morgun þegar Leiknir og ÍR eigast við í Breiðholtsslag.

Ástbjörn Þórðarson, leikmaður FH, var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Lengjudeildinni en að þessu sinni er það handboltakappinn Gunn­ar Malmquist Þórs­son sem spáir í leikinna. Hann er leikmaður Aftureldingar sem mætir FH í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Leiknir R. 3 - 2 ÍR (14:00 á morgun)
Leiknismenn rísa upp frá dauðum og ná í sinn fyrstu stig í breiðholts slagnu. Lítið verður um mjúkar tæklingar og gæti verið að það fái nokkur rauð plast spjöld að fara í loftið.

Þróttur R. 1 - 0 Njarðvík (14:00 á morgun)
Lengi lifi Þróttur, það verður erfitt fyrir Njarðvíkinga að fá eitthvað á græna teppinu í laugardalnum.

Dalvík/Reynir 0 - 0 Fjölnir (16:30 á morgun)
Dallas menn fagna steindauðu jafntefli.

Grindavík 2 - 0 Grótta (14:00 á mánudaginn)
Grindvíkingar njóta góðs af körfubolta momentum og sækja sér í þrjú stig í Safamýrinni.

ÍBV 0 - 3 Þór (14:00 á mánudaginn)
Passion yfir peninginn, þorparinn fer í bátinn frá Þorlákshöfn í 20m/s og nær í sannfærandi vinnu sigur á Hásteinsvelli.

Keflavík 1 - 2 Afturelding (19:15 á þriðjudaginn)
Mosfellingar ná í langþráðan sigur og er loksins komnir á siglingu.

Fyrri spámenn:
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner