Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2015 17:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Hannes: Ómerkilegt augnablik sem hafði mikil áhrif
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var gestur í Akraborginni á X-inu FM 97,7 í dag. Hannes spilar ekki næstu mánuði eftir að hafa farið úr axlarlið á æfingu eftir jafnteflisleikinn gegn Lettlandi um liðna helgi.

Hannes þarf að fara í aðgerð.

„Ég var að skutla mér eins og ég hef gert tíu þúsund sinnum áður í lífinu. Þetta var bara venjuleg skotæfing og ég var ekki að skutla mér neitt sérlega hátt. Olnboginn festist á einhvern hátt í grasinu og líkamsþunginn kom yfir, öxlin poppaði úr lið. Lítið ómerkilegt augnablik hafði svona mikil áhrif," segir Hannes sem var brattur í viðtalinu.

„Það eru margar slæmar hugsanir sem hellast yfir mann á svona „mómenti" en svo jafnar maður sig á því."

„Þegar svona gerist þá teygist á öllu í öxlinni og ýmislegt skemmist. Meiðslin geta verið af öllum toga en þú hefur tvo kosti; þjálfa upp öxlina og vona að þetta komi ekki fyrir aftur. Hinn kosturinn er að fara í aðgerð. Menn láta oftast reyna á fyrri kostinn en fyrir mörgum árum síðan fór ég oft úr axlarlið á vinstri öxlinni og ég reyndi að þjálfa öxlina upp en það gekk ekki. Nú vildum við skrúfa fyrir þetta strax."

Ef horft er á jákvæðu hliðarnar varðandi landsliðið þá gerir tímapunkturinn það að verkum að Hannes á að vera kominn í gott stand fyrir Evrópumót landsliða í Frakklandi á næsta ári.

„Það versta í þessu er að missa út taktinn með félagsliði mínu því núna er ég kominn í þetta frábæra tækifæri í Hollandi. Þetta er rosa gaman, deildin er stór og hver leikur stór upplifun. Mér var að ganga vel og það er hvað mest svekkjandi. Varðandi landsliðið á ég að geta komið þessu í stand í tæka tíð," segir Hannes sem leikið hefur vel fyrir NEC Nijmegen í Hollandi.

„Ég hefði betur sleppt því að skottast á þessa æfingu. Ég hefði ekki þurft að mæta á hana, þetta var bara „recovery" æfing en ég var fúll og pirraður eftir þennan leik og eftir svoleiðis er gott að fara út og æfa og blása aðeins út."


Athugasemdir
banner
banner
banner