Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. september 2016 09:45
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Börkur: Ætlum að skemma veisluna
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við erum ætlum að skemma veisluna og hjálpa okkur í leiðinni. Þetta verður hörkuleikur og gaman," segir Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, um leik liðsins gegn FH í Pepsi-deildinni í dag klukkan 17:00.

Fylkismenn eru í næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar en þeir fá topplið FH í heimsókn.

„Við erum ekki á sérstökum stað eins og staðan er núna en við erum á því að við eigum fullt í þetta FH lið. Á endanum eru þetta bara ellefu á móti ellefu og það er allt hægt í þessu," sagði Ásgeir en Fylkismenn hafa færst nær öruggu sæti að undanförnu.

„Fótboltalega séð höfum við ekki verið hörmulegir í sumar. Við höfum bara ekki verið að ná úrslitum. Þau hafa aðeins dottið með okkur upp á síðkastið og það er léttara yfir mönnum."

Ásgeir Börkur meiddist í gegn ÍBV í maí og fékk þau skilaboð að hann yrði frá út tímabilið. Hann snéri hins vegar aftur í síðasta mánuði.

„Læknar eru læknar. Þeir eru alltaf frekar svartsýnir. Ég vissi alltaf að þó að einhver læknir segði að ég myndi ekki spila meira í sumar þá væru góðar líkur á að ég myndi spila eitthvað. Ég er þakklátur og feginn að ég hafi getað tekið þátt í síðustu sex leikjum," sagði Ásgeir Börkur sem hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu leikjum.

„Ég mátti lítið gera í svolítið langan tíma svo það kom mér á óvart að hanga inn á í 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum. Ég er þrjóskur og þetta hefur verið hrikalega gaman. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og það var gaman að koma til baka. Vonandi get ég hjálpað okkur eitthvað," sagði Ásgeir Börkur að lokum í samtali við Fótbolta.net.

fimmtudagur 15. september
17:00 Fylkir-FH (Floridana völlurinn)
17:00 Fjölnir-Þróttur R. (Extra völlurinn)
17:00 Víkingur Ó.-Víkingur R. (Ólafsvíkurvöllur)
17:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner