Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. ágúst 2017 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Norwich vann QPR - Sunderland taplaust
Oliveira var á skotskónum.
Oliveira var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir í Champipnship-deildinni í kvöld.

Norwich vann sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld. Þeir mættu QPR, sem hafði ekki tapað í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn, en í seinni hálfleiknum skoraði Norwich tvisvar. Nelson Oliveira skoraði fyrsta markið og Harrison Reed, lánsmaður frá Southampton, kláraði leikinn þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 2-0 fyrir Norwich, en í hinum leik kvöldsins gerðu Sheffield Wednesday og Sunderland 1-1 jafntefli.

Sunderland, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, hefur farið ágætlega af stað á þessari leiktíð. Þeir eru með fimm stig eftir þrjá leiki, en Sheffield Wednesday hefur tvö stig.

Norwich 2 - 0 QPR
1-0 Nelson Oliveira ('48 )
2-0 Harrison Reed ('82 )

Sheffield Wed 1 - 1 Sunderland
0-1 George Honeyman ('4 )
1-1 David Jones ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner