Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. október 2014 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Gummi Tóta skoraði sigurmark Sarpsborg
Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Sarpsborg
Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Sarpsborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sarpsborg 08 sigraði Brann með tveimur mörkum gegn einu í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en Guðmundur Þorarinsson var í lykilhlutverki hjá gestunum.

Guðmundur var að koma úr afar svekkjandi verkefni með U21 árs landsliði Íslands en þar tapaði liðið í umspili um sæti á EM. Það hafði þó engin áhrif á Guðmund sem spilaði afar vel í sigri Sarpsborg í dag.

Brann komst yfir í leiknum en þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir þá jöfnuðu gestirnir metin.

Guðmundur skoraði síðan sigurmark leiksins undir lokin en hann gerði það með fínu skoti úr teignum. Honum var skipt af velli stuttu síðar en þrjú stig í hús hjá Sarpsborg og liðið í sjöunda sæti með 36 stig.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í liði Brann en hann lék í 2-0 sigrinum á Hollendingum á dögunum eins og flestum er kunnugt.
Athugasemdir
banner
banner
banner