Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. nóvember 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Lingard hafnaði Liverpool
Lingard valdi United fram yfir Liverpool.
Lingard valdi United fram yfir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, sóknarmaður Manchester United, segist hafa hafnað því að ganga í raðir Liverpool þegar hann var yngri.

Þessi 22 ára gamli Englendingur er að brjóta sér leið inn í lið Manchester United og skoraði hann sitt fyrsta mark í 2-0 sigri gegn West Brom á dögunum. Þá var hann valinn í enska landsliðið fyrir vináttuleik kvöldsins gegn Frakklandi.

„Ég var að spila fyrir hverfisliðið Penketh United og Mike Glennie, njósnari frá Manchester United, kom að horfa á mig," sagði Lingard, en umrætt lið er í Manchesterborg.

„Hann talaði við afa minn og bauð mér að koma á reynslu en Liverpool hafði líka áhuga svo ég þurfti að velja. Ég var mjög ungur en hjarta mitt var augljóslega hjá United á þeim tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner