Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. maí 2018 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Íslenskar fótboltastelpur með lið í spænsku deildinni næsta vetur
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stúlkur á aldrinum 16-18 ára (fæddar 2000 - 2002) geta heldur betur látið til sín taka í knattspyrnuheiminum næsta vetur því kvennadeild TNGS (The Next Generation Sports) sem er alþjóðlegur heimavistarskóli í Valencia á Spáni sem sérhæfir sig í að undirbúa efnilega knattspyrnumenn fyir atvinnumennsku, hefur stofnað kvennaknattspyrnulið TNGS og stefnir að því að skipa það íslenskum stúlkum og keppa í spænsku deildinni næsta vetur undir stjórn spænskra þjálfara.

Oliver Salazar, yfirmaður TNGS fótboltaakademíunnar var staddur hér á landi í síðustu viku. Hann var mjög hrifinn af því hvað við íslendingar gerum fótboltanum hátt undir höfði hér bæði fyrir stelpur og stráka með sparkvelli á öllum skólalóðum og mörg félög með frábæra aðstöðu. Einnig þótti honum undravert að heyra af iðkendafjölda stúlkna hér á landi og að stúlknamót eins og Pæjumótið í Eyjum og Símamótið hefðu þúsundir þátttakenda. Þetta væri aðdáunarvert og spennandi að fylgjast með íslenskum knattspyrnukonum.

Oliver kynnti skóla TNGS og var mjög ánægður með viðtökurnar og áhugann sem stelpurnar og foreldrar þeirra sýndu. Auk þess stjórnaði hann æfingu með hluta af hópnum daginn eftir.

„Þarna eru leikmenn með mikinn persónuleika en umfram allt með vilja til að vinna og læra. Að auki eru þær með tæknilega eiginleika sem ég elskaði. Ég held að þetta verði mjög gott tækifæri til að skiptast á menningarheimum, reynslu og tungumálum, einnig til að þróa félagslega eiginleika og íþróttahæfileika og að sjálfsögðu að reyna að ná sem bestum árangri í hágæða umhverfi sem íþróttamenn og manneskjur” , segir Oliver.

Birgir Breiðdal KSÍ yfirþjálfari stúlkna U12 ára hjá Þrótti er skipuleggjandi verkefnisins.

„Það er að koma saman mjög öflugur hópur af stelpum sem ætla í þetta spennandi verkefni með okkur á Spáni. Það er enn tími til að skrá sig því að nokkur sæti eru laus, og við viljum endilega hvetja áhugasamar og efnilegar fótboltastelpur að hafa samband”, segir Birgir, en umsóknarfrestur er til 23.maí 2018

Stelpurnar koma allsstaðar að af landinu, úr mörgum félögum og eru mjög sterkir og flottir fulltrúar íslenskrar kvennaknattspyrnu. Þær munu vekja gríðalega athygli á Spáni enda alveg einstakt að vera með íslenskar knattspyrnustúlkur með lið í spænsku deildinni. „Við munum leita að styrktaraðilum á búningana þeirra þannig að ef einhver sér tækifæri í þessu þá má endilega hafa samband við okkur” segir Birgir.

Skóli TNGS hefur verið starfræktur í 7 ár og býður upp á einstaklingsmiðaða þjálfun í knattspyrnu, nám á framhaldsskólastigi og lífsleikni þar sem áhersla er lögð á að undirbúa unga leikmenn, andlega og líkamlega fyrir framtíðina, en TNGS hefur alið af sér bæði landsliðs- og atvinnumenn í knattspyrnu karla.

Boðið er upp á 9 mánaða nám veturinn 2018-2019, sniðið að íslenska keppnistímabilinu og íslenska menntaskólakerfinu.

Stúlkurnar munu æfa tvisvar á dag við bestu skilyrði með pro-licence þjálfurum auk þess að fá einstaklingsgreiningu og mat samkvæmt þjálfunarkerfi TNGS. Gerð verður markmiðaáætlun fyrir hvern leikmann með sérstaka áherslu á stöðu leikmanns á vellinum og ætlunin er að öll þessi vinna muni skila til baka betri leikmönnum til félagsliða sinna á Íslandi.

Menntaskólanámið fer fram í kennsluaðstöðu TNGS á háskólasvæðinu í Valencia þar sem bæði aðstaða og kennarar eru fyrsta flokks. Sérstök áhersla er lögð á spænskunám og auk þess eru haldin fjölbreytt og skemmtileg námsskeið.

„Svona skóli kostar sitt í níu mánuði og við viljum endilega reyna að hjálpa stelpunum að ná kostnaðinum aðeins niður og leita að styrkjum og reyndar er gaman að segja frá því að ein stúlkan er búin að safna milljón í styrki fyrir sig þannig að allt er hægt, ótrúlega flott hjá henni”, segir Birgir að lokum.

Myndband um verkefnið má nálgast hér
Íslensku Facebooksíðu verkefnisins má nálgast hér
Athugasemdir
banner
banner