Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 22. apríl 2016 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: KR
Hinn öflugi Skúli Jón Friðgeirsson.
Hinn öflugi Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Logi Magnússon er einn besti markvörður landsins.
Stefán Logi Magnússon er einn besti markvörður landsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Morten Beck er einn af Dönunum í KR.
Bakvörðurinn Morten Beck er einn af Dönunum í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson.
Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri kom frá Lilleström.
Finnur Orri kom frá Lilleström.
Mynd: Daníel Rúnarsson
Óskar Örn Hauksson fagnar marki.
Óskar Örn Hauksson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KR hafni í þriðja sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KR endar í 3.sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. KR 75 stig
4. Breiðablik 70 stig
5. Valur 64 stig
6. Víkingur R. 61 stig
7. Fylkir 44 stig
8. ÍBV 42 stig
9. Fjölnir 27 stig
10.ÍA 26 stig
11 Víkingur Ólafsvík 24 stig
12. Þróttur 14 stig

Um liðið: Stórveldið KR hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og endar í sama sæti þetta árið ef spáin gengur eftir. Kröfurnar í Vesturbænum eru alltaf þær sömu og stefnan sett á Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra tapaðist bikarúrslitaleikurinn gegn erkifjendunum í Val svo menn ættu að vera ansi þyrstir í árangur þetta árið. Liðið hrósaði sigri í Lengjubikarnum í gær sem ætti að gefa mönnum gott sjálfstraust fyrir hið svokallaða „hraðmót" í upphafi Pepsi-deildarinnar.

Þjálfari - Bjarni Guðjónsson: Er að fara inn í risatímabil fyrir félagið en margir stuðningsmenn telja að FH-ingar séu búnir að taka of langt fram úr. Bjarni var magnaður leikmaður og fyrirliði hjá KR og hefur talað um að hjarta hans slái með félaginu. Hann á samt stórt verkefni fyrir höndum að sanna sig sem þjálfari fyrir efasemdarmönnum. Ef gengi KR er undir væntingum er þjálfarastóllinn oft fljótur að hitna.

Styrkleikar: Þrátt fyrir misjafna spilamennsku í vetur hefur gengið verið á réttri leið og sigrar komið í hús. Jákvæð lykt af því að liðið sé að toppa á réttum tíma og liðið að taka á sig betri heildarmynd. KR hefur gríðarlega sterkt byrjunarlið þar sem valinn maður er í hverri stöðu. Hefðin er sterk og allt í kringum liðið í góðum höndum. Virkilega öflugt að fá inn leikmann og leiðtoga á borð við Indriða Sigurðsson.

Veikleikar: Það er mjög stutt á milli hjá KR og slæm byrjun á tímabilinu gæti sprungið í andlitið á KR-ingum. Þolinmæðin er ekki mikil eftir titlalaust sumar í fyrra. Breiddin hjá KR hefur oftast verið meiri og lykilmenn mega ekki detta í meiðsli eins og staðan er. Sérstaklega varnarlega er breiddin ekki mikil.

Lykilmenn: Indriði Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson. Indriði er mættur heim eftir farsælan atvinnumannaferil og tekur við fyrirliðabandinu. „Síðustu þrjú árin eru kannski mín bestu á ferlinum, ég hef verið eins og gott rauðvín og orðið betri og betri. Vonandi heldur það áfram," sagði Indriði þegar hann var kynntur til leiks. Óskar Örn er einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar og getur búið til mörk þegar ekkert virðist vera í gangi.

Gaman að fylgjast með: Dönsku innrásinni. Danirnir þrír í fyrra eru horfnir á braut en fimm aðrir Danir komnir í staðinn. Það virðast misjafnar skoðanir á þessari þróun meðal stuðningsmanna en ef þeir dönsku skila sínu eru þeir fljótir að þagga niður í gagnrýnisröddunum.

Spurningamerkið: Í fyrra var talað um að KR hefðu ekki sóknarbakverði í nægilega góðum klassa. Morten Beck er mættur og forvitnilegt að sjá hvernig hann kemur út. Ásamt því virðast KR-ingar skoða möguleika á að nota Denis Fazlagic sem sóknarbakvörð þegar á þarf að halda. Er KR búið að laga þetta vandamál?

Völlurinn: KR-völlurinn er klassískur. En vissulega er hann orðinn heldur staðnaður og þarf á yfirhalningu að halda því önnur félög hafa verið að eignast flotta leikvanga og verið að taka fram úr. Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson hristi upp í þessari umræðu í janúar.



Stuðningsmaðurinn segir - Ingvar Örn Ákason
„Ég held að 3. sæti sé mjög raunhæft mat á stöðunni hjá Vesturbæjarstórveldinu þetta tímabilið. Eflaust einhverjir innan raða KR-heimilisins sem eru ósammála mér enda er alltaf undirliggjandi krafa frá ansi mörgum að liðið sé það besta á landinu á hverju einasta ári, óháð mannskap! Það eru eldri reyndari póstar í liðinu og svo ungir og ferskir vindar með því. KR-liðið er með einn af betri markmönnum deildarinnar innan sinna raða í Stefáni Loga og klárlega besta miðvarðarparið í þeim Skúla Jóni og Indriða – það er óumdeilt."

„Það verður gaman að sjá hvort Hólmbert sýni sparihliðarnar sínar enda á sínu fyrsta heila tímabili með KR og klárlega gríðarlegur talent. Hvort KR-liðið nái að hrekja þessa spá og komast hærra á töflunni verður tíminn að leiða í ljós en manni sýnist svona á öllu að toppsætið sé algjörlega frátekið þetta árið og hugsanlega næstu árin. Við sjáumst á vellinum og heyrumst vonandi í KR-útvarpinu."

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið KR
Bjarni Guðjóns: Líður betur með hópinn núna
Indriði Sig: Reynum alltaf að bæta samstarfið

Komnir:
Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström
Indriði Sigurðsson frá Viking
Kennie Chopart frá Fjölni
Morten Beck frá Danmörku
Morten Beck Andersen frá Hobro í Danmörku
Michael Præst frá Stjörnunni
Denis Fazlagic frá Vejle í Danmörku

Farnir:
Almarr Ormarsson í KA
Emil Atlason í Þrótt
Gary Martin í Víking R.
Gonzalo Balbi
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna
Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík
Kristinn Jóhannes Magnússon hættur
Rasmus Christiansen í Val
Sören Frederiksen í Viborg
Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó

Leikmenn KR sumarið 2016:
Stefán Logi Magnússon - 1
Morten Beck - 2
Ástbjörn Þórðarson - 3
Michael Præst - 4
Gunnar Þór Gunnarsson - 6
Skúli Jón Friðgeirsson - 7
Finnur Orri Margeirsson - 8
Hólmbert Aron Friðjónsson - 9
Pálmi Rafn Pálmason - 10
Morten Beck Andersen - 11
Sindri Snær Jensson - 13
Indriði Sigurðsson - 16
Kennie Knak Chopart - 17
Aron Bjarki Jósepsson - 18
Denis Fazlagic - 20
Atli Hrafn Andrason - 21
Óskar Örn Hauksson - 22
Guðmundur Andri Tryggvason - 23
Valtýr Már Michaelsson - 24
Óliver Dagur Thorlasius - 28
Axel Sigurðarson - 30

Leikir KR 2016:
2. maí KR - Víkingur R.
8. maí Þróttur - KR
12. maí KR - FH
17. maí KR - Stjarnan
22. maí Breiðablik - KR
29. maí KR- Valur
4. júní ÍBV - KR
15. júní Fjölnir - KR
23. júní KR - ÍA
10. júlí KR - Víkingur Ó.
17. júlí Fylkir - KR
24. júlí Víkingur R. - KR
3. ágúst KR - Þróttur
8. ágúst FH - KR
15. ágúst Stjarnan - KR
21. ágúst KR - Breiðablik
28. ágúst Valur - KR
10. sept KR - ÍBV
15. sept ÍA - KR
18. sept KR - Fjölnir
25. sept Víkingur Ó. - KR
1. okt KR - Fylkir

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Magnús Már Einarsson og Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner