Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
Ungstirnin - Argentínskur efniviður
Enski boltinn - Ungverjinn upplifði mikinn hita, mikla reiði og sturlað mark
Bjarni Mark: Hitafundir og mikil reiði
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Enski boltinn - Gunnar í skýjunum með magnað gengi
Mikael Nikulásson: Ætlum að keyra þetta í gang
Innkastið - Ómar Ingi um landsliðið og HK
Tiltalið: Halldór Árnason
Enski boltinn - Einhver veikasti leikur síðari ára
Útvarpsþátturinn - Biggi ÍTF og Arnar Grétars
Enski boltinn - Kaos, hatur og fáránleg yfirlýsing
Ungstirnin - Við lifum í heimi Jude Bellingham
Útvarpsþátturinn - Fréttir vikunnar, Lyngby og Kristján Atli gerir upp enska boltann
Úlfur hefur ekki áhyggjur: Þarf ekki alltaf að sækja einhvern nýjan
Heimavöllurinn: Þýskur grikkur en margt gott
Enski boltinn - Agalegt ástand og grjóthörð fermingargjöf
Ungstirnin - Heimsókn af Nesinu og golf með fyrrum leikmanni Liverpool
Páll Kristjánsson formaður KR ræðir nýjan þjálfara og gagnrýnar raddir
Útvarpsþátturinn - Óvænt útspil KR og undirbúningur á Akranesi
Heimavöllurinn: Glittir í gömul gildi, nú þarf að þora gegn Þjóðverjum
   fös 22. apríl 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Bjarni Guðjóns: Líður betur með hópinn núna
watermark Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
watermark Indriði Sigurðsson og Bjarni Guðjónsson.  Indriði kom til KR frá Viking í vetur.
Indriði Sigurðsson og Bjarni Guðjónsson. Indriði kom til KR frá Viking í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Við ætlum okkur meiri hluti en 3. sætið," segir Bjarni Guðjónsson þjálfari KR um spá Fótbolta.net. KR endaði í 3. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og Fótbolti.net spáir liðinu sama sæti í ár.

„Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verða Íslandsmeistarar en við erum ekki í vafa um að það verður krefjandi. Verkefnið er stórt og mikið en við erum vel undirbúnir og tilbúnir í þann slag sem þarf að fara í til að enda á toppnum."

KR var í toppsætinu um mitt mót í fyrra en í síðari umferðinni var gengi liðsins dapurt. „Það skilar sér i reynslubankann, sérstaklega hjá okkur þjálfurunum. Við förum alla leið í sumar og höldum dampi lengur," sagði Bjarni sem býst við hörkukeppni á toppnum.

„Ég geri ráð fyrir því að deildin verði töluvert sterkari en í fyrra. Það eru fleiri lið búin að styrkja sig og ná í fullt af góðum leikmönnum."

Meðvituð ákvörðun að minnka hópinn
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR í vetur en Bjarni er ánægður með hópinn.

„Ég tel að liðið sé betur í stakk búið að fara inn í mótið en á sama tíma í fyrra. Okkur líður betur með hópinn núna en í fyrra," sagði Bjarni sem er hvergi smeykur þó margir leikmenn séu horfnir á braut.

„Við höfum ekki áhyggjur af breiddinni. Þegar þjálfararnir og stjórnin gerði upp tímabilið í haust var meðvituð ákvörðun hjá okkur að minnka hópinn. Í gegnum félagsstarfið hjá KR er að koma upp mikil og góð bylgja af góðum leikmönnum sem eru vissulega mjög ungir."

„Til þess að þessir strákar komist að þá þarf pínulítið að hjálpa þjálfaranum, mér í þessu tilviki, að koma þeim að. Ef það eru 18 "fullorðnir" leikmenn í hópnum er það því miður oft tilhneiging þjálfara að velja þá fyrst í hópinn á undan ungu strákunum. Í dag erum við með 15 leikmenn sem eru ekki gjaldgengir í 2. flokki svo það þýðir að við verðum alltaf með þrjá leikmenn í hóp sem geta spilað með 2. flokk og verið í byrjunarliði eða á minnsta kosti bekknum í meistaraflokki. Ég held að þetta sé félaginu til framdráttar til langs tíma að koma þessum strákum að. Þeir hafa hæfileika, metnað og kraft og meðan þeir hafa það, þá erum við í fínum málum. Þeir hafa sýnt það að þeir geta komið inn á og blandað sér í baráttuna um sæti í byrjunarliðinu hjá KR."


Nokkrir tæpir fyrir fyrsta leik
Mikið hefur verið rætt um það í Vesturbæ undanfarin ár að það vanti unga og uppalda leikmenn í liðið.

„Það hefur ekki vantað upp á vilja við að koma ungum strákum í KR liðið. Það vilja allir sjá unga KR-inga í KR-liðinu. Þetta hefur meira verið það að þeir sem hafa verið nógu góðir hafa farið út og svo voru aðrir sem líkaði hugmyndin að vera góður fótboltamaður en voru ekki alveg tilbúnir að leggja á sig það sem þurfti til að ná langt."

Finnur Orri Margeirsson, Kennie Chopart og Pálmi Rafn Pálmason eru allir meiddir en ekki er ljóst hvort þeir verði með gegn Víkingi R. í fyrstu umferðinni þann 2. maí.

„Við vitum ekki alveg hvort að Pálmi og Kennie verði klárir í fyrsta leik en það er ekki langt í þá. Við þurfum að sjá hvernig staðan á Finni Orra er í dag. Það er óvíst."

Guðmundur Andri Tryggvason var öflugur í byrjun undirbúningstímabilsins en þessi ungi leikmaður meiddist illa í mars og mun missa af byrjun móts.

„Hann er ekki farinn í fótbolta ennþá. Hnéskelin á honum rann aðeins til og þetta eru þannig meiðsli að við þurfum að sjá til hvernig þetta fer. Við ýtum alls ekki við honum. Hann þarf sinn tíma til að ná sér. Þegar hann verður búinn að ná sér þá komum við honum af stað og komum honum inn í hópinn."

Engin leiðindi í vistaskiptum Gary
Fimm danskir leikmenn hafa komið til KR í vetur en þeir koma í gegnum Henrik Bödker í þjálfarateymi KR.

„Það sem Henrik hefur umfram aðra í þessum málum er að hann vinnur heimavinnuna sína mjög vel og tekur ekki hvern sem er. Það að finna góðan leikmann sem getur komið í íslenskt umhverfi og er með rétt karakter einkenni, þetta er Henrik yfirleitt með allt á hreinu. Ég ætla ekki að jinxa neitt en hingað til hefur hann staðið sig vel í þessu og við erum ánægðir með hans framlag."

KR ákvað að selja Gary Martin í Víking R. í febrúar eftir að hafa áður lýst því yfir að Englendingurinn væri ekki á förum.

„Við sem að þessu stöndum tökum ákvarðanir út frá því hagsmunum KR og hvað er best fyrir KR til langs og skamms tíma. Við töldum á þeim tímapunkti að þetta þjónaði hagsmunum KR best," sagði Bjarni sem segist ekki hafa verið ósáttur með Gary.

„Nei alls ekki. Gary er mjög góður fótboltamaður og á örugglega eftir að gera mjög góða hluti fyrir Víking. Honum fannst þetta líka vera besta lausnin og allir eru sáttir. Það voru engin leiðindi í þessum og Gary líður vel," sagði Bjarni.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Bjarna í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner