Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fös 22. apríl 2016 14:15
Elvar Geir Magnússon
Lykilmaðurinn: Vinnum stöðugt í að bæta samstarfið
Indriði Sigurðsson - KR
watermark Indriði er tekinn við bandinu hjá KR.
Indriði er tekinn við bandinu hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Indriði Sigurðsson gekk í raðir KR að loknu síðasta tímabil eftir farsælan atvinnumannaferil. Hann er orðinn fyrirliði í uppeldisfélaginu og algjör lykilmaður í liðinu sem spáð er 3. sæti Pepsi-deildarinnar.

„Það er góð tilfinning að vera að hefja mitt fyrsta tímabil hér á Íslandi í þessari öld. Grasið farið að grænka og gaman að vera farnir að spila alvöru leiki," segir Indriði sem lýst vel á leikmannahóp KR-inga.

„Við erum með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Þetta er byggt upp á 13-15 góðum leikmönnum og svo eru ungir strákar á hliðarlínunni sem ég hef mikla trú á. Ég tel að þeir geti komið og gert góða hluti."

„Vissulega hefur breiddin hjá KR oft verið meiri og við erum brothættir í ákveðnum stöðum. Sú ákvörðun var tekin að gera þetta svona. Hafa því mun betri byrjunarliðsmenn og hafa ungu strákana til taks."

Indriði og Skúli Jón Friðgeirsson spila saman í hjarta varnarinnar og er Indriði ánægður með félaga sinn.

„Við náum vel saman enda er Skúli frábær leikmaður. Við höfum náð vel saman en það má alltaf bæta samstarfið og við vinnum að því á hverjum degi," segir Indriði sem býst við spennandi titilbaráttu í sumar.

„Oft hefur þetta verið tveggja hesta einvígi en fleiri lið gætu tekið þátt í baráttunni að þessu sinni, mörg lið hafa metnað til þess. Auk okkar og FH geta Breiðablik, Valur og Stjarnan tekið þátt í þessu. En svo eru alltaf lið sem koma á óvart, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner