Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
banner
   fim 21. apríl 2016 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Breiðablik
watermark Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason.
Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
watermark Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
watermark Damir Muminovic og Oliver Sigurjónsson.
Damir Muminovic og Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net
watermark Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kópavogsvöllur.
Kópavogsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
watermark Gunnleifur var besti markvörður síðasta sumars.
Gunnleifur var besti markvörður síðasta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik hafni í fjórða sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Blikar enda tveimur sætum neðar en í fyrra ef spáin rætist.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Breiðablik 70 stig
5. Valur 64 stig
6. Víkingur R. 61 stig
7. Fylkir 44 stig
8. ÍBV 42 stig
9. Fjölnir 27 stig
10.ÍA 26 stig
11 Víkingur Ólafsvík 24 stig
12. Þróttur 14 stig

Um liðið: Það var gríðarlega gaman að fylgjast með Breiðabliki í fyrra en liðið hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH. Liðið var langbesta varnarlið deildarinnar, fékk aðeins á sig 13 mörk meðan FH-ingar fengu til dæmis 26 mörk á sig. Nýjar stjörnur urðu til og reynsluboltar eins og Gunnleifur Gunnleifsson markvörður skinu skært. Hvernig nær liðið að fylgja eftir þessu góða tímabili?

Þjálfari - Arnar Grétarsson: Kom með mjög ferska vinda inn í deildina á síðasta ári og stimplaði sig samstundis inn á fyrsta ári sem aðalþjálfari, eitursvalur á hliðarlínunni. Fyrrum fyrirliði og aðstoðarþjálfari Breiðabliks sem hefur aflað sér mikillar reynslu sem íþróttastjóri á erlendri grundu. Hann nær greinilega vel til leikmanna, er skipulagður og hreinskilinn í allri framkomu við fjölmiðla. Nýtur mikillar virðingar í Kópavoginum.

Styrkleikar: Varnarleikurinn ætti að vera í mjög góðu lagi aftur. Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason ná mjög vel saman og erfitt að skora gegn þeim grænu. Blikar eru vel spilandi og vilja halda boltanum á jörðinni, ef þeir byrja mótið vel gæti það fleytt þeim af krafti inn í þessa deild. Breiðablik hefur magnað unglingastarf og ekki ólíklegt að nýjar stjörnur verði til í Kópavoginum í sumar líkt og þegar Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson stigu upp í fyrra. Liðsheildin og mórallinn í Blikaliðinu undir stjórn Arnars hefur verið góð.

Veikleikar: Það hafa heyrst óánægjuraddir meðal stuðningsmanna sem hafa viljað sjá Breiðablik taka næsta skref eftir árangurinn í fyrra. Liðið hefur tapað baráttunni um öfluga bita á leikmannamarkaðnum. Sóknarleikurinn hefur verið í algjörum lamasessi á undirbúningstímabilinu og aðgerðir liðsins fram á við auðveldlega lesnar af andstæðingunum sem loka fyrir þær. Þess utan byrjar sóknarmaðurinn Jonathan Glenn mótið í tveggja leikja banni.

Lykilmenn: Gunnleifur Gunnleifsson og Oliver Sigurjónsson. Gunnleifur átti eitt sitt besta, ef ekki besta, tímabil á síðasta ári og það verður mjög áhugavert hvort hann muni ná öðru viðlíka tímabili. Oliver var valinn besti ungi leikmaðurinn í fyrra en hann var sem konungur í djúpinu á miðjunni. Áhyggjuefni að hann hefur verið meiddur stærstan hluta undirbúningstímabilsins og er tæpur fyrir fyrsta leik.

Gaman að fylgjast með: Blikar binda miklar vonir við brasilíska sóknarleikmanninn Daniel Bamberg og heyrast mjög góðar sögur af honum úr Kópavoginum. Fáir hafa séð hann spila enda leikheimildin lengi að skila sér og hann tók ekki þátt í Lengjubikarnum. Þarf að koma sér fljótt inn í flot liðsins.

Spurningamerkið: Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson er farinn út í atvinnumennskuna. Hann var eitt helsta vopn Blika í fyrra og er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum síðasta tímabils. Blikar þurfa að aðlagast því að missa þennan magnaða leikmann og ljóst að ef þeir byrja tímabilið illa mun nafn hans oft bera á góma í Pepsi-mörkunum.

Völlurinn: Kópavogsvöllur er yfirleitt í toppstandi enda er vallarstjórn í höndum Bö-vélarinnar, Magnúsar Vals Böðvarssonar. Tekur um 1.700 áhorfendur í sæti en ekki eru mjög mörg ár síðan flott stúka var tekin í notkun.Stuðningsmaðurinn segir - Ragna Björg Einarsdóttir
„Breiðablik stefnir alltaf á toppinn og það verður engin undantekning á því í sumar. Síðasta sumar var mjög gott en alltaf má gera betur og það eina sem er í boði er að hirða dolluna! Liðið var að spila vel í fyrra. Gulli var frábær í markinu og var miðvarðaparið, Elfar og Damir, að spila mjög vel. Þessir þrír þurfa að eiga jafngott tímabil núna ef vel á að ganga. Oliver og Höskuldur voru einnig að spila frábærlega og ég held að þeir eigi eftir að koma enn betri inn í sumarið 2016. Oliver fer vonandi að verða klár af meiðslum þar sem hann er alger lykilleikmaður inná miðjunni."

„Evrópudeildin á eftir að setja skemmtilegan svip á sumarið hjá strákunum og hef enga trú á öðru en menn ætli sér langt þar. Spennan magnast með hverjum deginum fyrir sumrinu í Kópavoginum og þrátt fyrir spá um 4. sætið þá hef ég trú á því að við verðum í baráttu um titil fram að síðasta leik eins og í fyrra!."


Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Breiðablik
Arnar Grétars: Erum með ákveðna launaflokka
Oliver: Færeyjar með lengra tímabil en við

Komnir:
Daniel Bamberg frá Svíþjóð
Guðmundur Atli Steinþórsson frá HK
Sergio Carrallo Pendás frá Spáni

Farnir:
Arnór Gauti Ragnarsson í Selfoss á láni
Ernir Bjarnason í Vestra á láni
Guðjón Pétur Lýðsson í Val
Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Fram á láni
Kristinn Jónsson til Sarpsborg
Olgeir Sigurgeirsson í Völsung
Ósvald Jarl Traustason í Fram á láni

Leikmenn Breiðabliks sumarið 2016:
Gunnleifur Gunnleifsson - 1
Oliver Sigurjónsson - 3
Damir Muminovic - 4
Elfar Freyr Helgason - 5
Kári Ársælsson - 6
Höskuldur Gunnlaugsson - 7
Arnþór Ari Atlason - 8
Atli Sigurjónsson - 10
Sergio Carrallo - 11
Hlynur Örn Hlöðversson - 12
Sólon Breki Leifsson - 13
Óskar Jónsson - 14
Davíð K. Ólafsson - 15
Ernir Bjarnason - 16
Jonathan Glenn - 17
Guðmundur Atli Steinþórsson - 18
Gunnlaugur Hlynur Birgisson - 19
Ólafur Hrafn Kjartansson - 20
Viktor Örn Margeirsson - 21
Ellert Hreinsson - 22
Daniel Jose Bamberg - 23
Aron Snær Friðriksson - 24
Alfons Sampsted - 26
Arnór Gauti Ragnarsson - 27
Arnór Sveinn Aðalsteinsson - 29
Andri Yeoman - 30
Guðmundur Friðriksson - 31
Gísli Eyjólfsson - 33

Leikir Breiðabliks 2016:
1. maí Breiðablik - Víkingur Ó.
8. maí Fylkir - Breiðablik
13. maí Breiðablik - Víkingur R.
17. maí Þróttur - Breiðablik
22. maí Breiðablik - KR
30. maí Stjarnan - Breiðablik
5. júní Breiðablik - FH
15. júní ÍBV - Breiðablik
24. júní Breiðablik - Valur
10. júlí Breiðablik - ÍA
17. júlí Fjölnir - Breiðablik
24. júlí Víkingur Ó. - Breiðablik
3. ágúst Breiðablik - Fylkir
8. ágúst Víkingur R. - Breiðablik
15. ágúst Breiðablik - Þróttur
21. ágúst KR - Breiðablik
28. ágúst Breiðablik - Stjarnan
11. sept FH - Breiðablik
15. sept Valur - Breiðablik
18. sept Breiðablik - ÍBV
25. sept ÍA - Breiðablik
1. okt Breiðablik - Fjölnir

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Magnús Már Einarsson og Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner